Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Blaðsíða 19
JÐUNN
Slilur um íslenzka höfunda.
117
hafa seilst í hilluna, ])ar sem ])essar bækur voru
geymdar, er ég fann [)örf til pess að lesa, en huguriinn
beindist ekki í neina sérstaka átt, eða var óánægður
með sérhvað, er á boðstólum var. Þrautalendingin hefir
jafnan orðið hin sama.
Áhrifin, sem íSögur þessar hafa á einstaka menn, eru
vafalaust mjög margvísleg. Þótt þetta væri ekki vitan-
legt af samtali við menn, pá getur hver maður ályktað
um það út frá pví, hve áhrifin á hann sjálfan hafa
verið með. ýrnsu móti á mismunandi aldursstigi. Og
flestir munu greina að minsta kosti [)rjú stig í þeirri
bróun.
i æsku manna eru atburðir frásögunnar aðalatriðiö
og lanigsamlega mikilvægast. Unglingurinn fylgist með
hverju höggi, sem söguhetjurnar greiða í bardögum,
hreppir hnefann af heift, er riðið er yfir Gunnar á akr-
*rium og tárfellir yfir barninu, er fylgja vildi Berg|)óru
> eldinn. Þegar proskinn vex, verða persónurnar sjálfar
shýrari í huganum, og forlög peirra verða umhugsiun-
arefnið. Þúsund sinnum hefir samtalið farið fraim, er
Þorgils gjallandi lýsir svo prýðilega í „Upp við fossa",
er baðstofan skiftisit í tvær herbúðir, er deila um dygð-
,r og ódygðir Kjartans og Bolla. En að síðustu fer svo,
að sjálfur frásöguhátturinn — aðgreindur frá söguefn-
ínu — verður mikilvægastur. Töfrar frásagnarinnar
vefjast um hugann, og maður rýfur pá einungis til pess
að reyna að greina með sjálfum sér lundarednkenni
°g lifsviðhorf peirra manna, sem sagt geta sögu á
Þennan sérstaka hátt.
Ef til vill er lífsmáttur fornsagnanna ekki sízt í því'
Þilginn, hve höfundarnir eru oft afdráttarlausar and-
stæður [reirra manna, sem peir segja sögur af. Sögu-
‘efnið er oftast nær menn, sem eru ýmist á valdi heitra
'ðunn XV.
8