Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Blaðsíða 64
IÐUNN
Bylurinn.
— Kristofer Uppdal —
Snemma morguns skjótast [ieir fjórir saman út úr
selinu og halda af stað. Diimt er í lofti, og það er eins
og ekki geti birt af degi. En annars er logn — og snjó-
koma engin. Jönnem er sá eini af þeim félögum, sem
vanur er fjallferðum. Hann skimar órór umhverfis sig
og sogar þefandi í sig loftið — og það er eins og
hann simjatti á því.
— Það lítur út fyrir, að hann ætli að snjóa, segir
hann.
Hinir þrír gefa ekki gaum að orðum hans, en sþjalla
sín á milli.
Loftið þýkknar og verður loðið. Nú fer að snjóa, en
þó ekki svo, að mein sé að.
— Nú, ég held helzt hann sé að ganga í byl, segir
Jönnem.
Hvað gerir það! segir Sjugur Rambern hlæjandi.
Hann er ungur, og honum finst eitthvað æsandi og
æfintýralegt við þetta ferðalag. Það legst í hann, að
heiðargangan verði þeim grátt gaman. Og hann hlakkar
til að reyna kraftana. Slík för sem þessi er honum ný-
næmi, og hann brennur í skinninu af eftirvæntingu.
Öllöv Skjöllögrinn detta í hug menn, sem hann veit
að orðið hafa því nær snjóblindir í heiðaferöum. Það
gleður hann, að ekki skuli vera sólskin, og hann leggur
orð í belg með hinum:
— Það er sannarlega gott, að ekki skuli vera nein of-