Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Blaðsíða 47
IÐUNN
Gróðinn af nýlendunum.
145
lega um 20 miljónir sterlingspunda í fyrirtæki erlend-
is. Á þessum sömu árumi tóku þeir inn þessia upphæð
sexfalda — 120 miljónir punda — í arð frá umheimin-
um, að langmestu leyti frá nýlendunum. Á tímabilinu
1905—1910 nam árlegur útflutningur fjármagns frá
Bretlandi aö meðaltali 125 miljónutn punda. Samtímis
nam innfluttur arður rúmlega 160 miljónum punda frá
ári til árs. Ef farið er lengra aftur í tímann um rann-
sókn þessara hluta, kemur það upp úr dúrnum, að arð-
nám Breta frá umheiminum hefir ávalt verið mieira en
útflutt fjármagn á sama tíma.
Þessar niðurstöður mun mörgum þykja ótrúlegar.
Bretar hafa aldrei — eða svo að segja aldrei — haft
nokkurn eiginn tekjuafgang að yfirfæra til annara
landa. Samt eiga þeir í dag, víðs vegar um heim, verð-
mæti, sem nema fjórurn miljörðuim sterlingspunda
meira en 70 miljörðum króna.*)
En nú skulum við snúa við blaðinu og athuga þessa
hluti frá sjónarmiði nýlendnanna sjálfra.
Fyrir styrjöldina var verðmæti árlegs útflutnings frá
Indlandi 600 miljónuim króna meira en verðmæti inn-
flutningsins. Á seinni árum hefir þessi mismunur numið
'G.kkii minnu en 950 milj. króna árlega. Ef skygnst er
aftur í tímann í sögu Indlands, kemur það í ljós, að
landið hefir ávalt, síðan reglubundin viðskifti þess við
Evrópu hófust, flutt út miklu meira en það hefir sótt
bl annara. Það hefir alt af orðið að afhenda Evrópu
stórum meiri verðimæti en það hefir þegið i móti.
Alment er litið svo á, að slikt yfirmagn útflutnings
sé næsta gleðileg útkomia á viðskiftareikningi einnar
*) t*ar, sem talað er um krónur i þessari grein, er alls staðar átt við
Sullkrónur. Þýð.