Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 94

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 94
192 Bækur. OUNttf hverri nýrri liók kemur greinilegar í ljós skyldleikinn milli hans og höfunda fornritanna. Bókin um Jón Arason er helj- armikið rit, hátt á fimta hundrað bls. En ]rað er fjarri pví, að í henni finnist mærð eða margorðar lýsingar á mönnum eða atburðum. Þvert á móti finst lesandanum oft og einatt alt of fljótt yfir sögu farið, alt of skamt dvalið við þetta eða hitt. Fjöldi inanna kemur {jarna við sögu — eins og á sér stað í mörgum fornsagnanna. Þeir koma og hverfa; ]ieir hafa hver sín sérkenni, sem bregður fyrir eins og leiftrum, en ]ió með þeim hætti, að oss grunar að þeir búi yfir hver sinni sögu, sem oss fýsir að kynnast nánar. Þetta á t. d. við um börn Jóns Arasonar og aðra venzla- menn — og ekki hvað sízt gildir það um andstæðinga hans; marga þeirra vildum við gjarna fá að sjá betur en höf. gefur kost á. Sumir kynnu að vilja telja þetta ljóð á bókinni. En spurningin er, hvort bók getur fengið betri meðmæli en þau, að lesandinn leggi hana frá sér með söknuði í huga yfir ]iví að hafa ekki fengið að vita meira um þær persónur, er hún segir frá. Sögunni mætti skifta i tvo hluta, og er skifting sú ekki óréttmæt, að því er snertir vinnubrögð höf. og meðferð á efni. Fyrri hlutinn segir frá æsku Jóns Arasonar og fyrstu manndómsárum, þangað til hann verður biskup á Hólum. 1 þcssum hlutanum nýtur sköpunargáfa liöf. sín bezt. Lýsing- in á drengnum og unglingnum Jóni Arasyni er full af lífi og tindrandi frískleik. Hann kemur á móti okkur ljóslifandi, tápmikill og djarfur, rikur að atgervi og með óbilandi trú á lííiö, vinur allrar veru, fæddur til að sigra. — 1 seinni hlutanum, eftir að Jón Arason er seztur á biskupsstólinn, er hann ekki eins nátengdur höf. og hann var áður. Úr Þv' snýst frásögnin meira um ytri atburði — valda-umstang og baráttu fyrir opnu tjaldi á leiksviði sögunnar. Höf. er ekki eins frjáls og áður, hinir sögulegu stór-atburðir binda hann að nokkru leyti. Hitt segir sig sjálft, að sá hluti sögunnar er engu síður spanandi. En víða finst manni alt of fIjótt farið yfir — ekki sízt í sögulokin. Bók um Jón Arason! Er ekki búið að skrifa svo mikið uni hann, að þarflaust sé við það að bæta? Eða liefir höf- lirugðið yfir efnið |>ví nýju ljósi, að myndin af honum verði önnur eða skýrari en hún áður var? Þeir lálendingar,-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.