Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 78

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 78
176 Bylurinn. IÐUNN-' moldargólf i kofanum — og öðrum megin á því er þykt lag af þurrum mosa. Þessi nýi atburður, björgin úr háskanum, gerir f>á félaga eins og utan við sig. Þeir vita varla, hvað þeir gera. En þeir hafa þó rænu á að fara úr snjóugum og frebnum utanhafnarfötunum. Nú geta þeir á nýjan leik. heyrt hver til annars. En þeir koma sér ekki að því ab segja neitt. Þeir núa hendur og fætur með snjó, unz þeir fá úr þeim kuldadofann og finna til i þeim. Og þeir berja með hnefunum þá bletti á líkamanum, sem eru tilfinningEirlausir. Brátt er svo komið, að þeir hafa fengið fulla tilfinningu í líkamann — og eru því nær alhressir. Þeir rekast viljandi hver á annan — og nú losnar um málbeinið: — Er þetta þú? Já — og þú? Það er eitthvað svo skrítið að heyra á nýjan leik málróminn sinn — heyra mannamál. Það er rétt eins og orðin ylji upp kofann — geri hlýtt inni. Þeir spyrj3 um líðanina hver hjá öÖrum, ganga úr skugga uin, hvort nokkuð er aÖ. Síðan hola þeir sér niður í mosann, leggjast hlið við hlið og breiða þykka mosasæng um sig og á. Ranv bern, sem er ekki nema unglingur, sofnar strax. Loks nær Dröbakken sér svo, að hann getur látið i ljós undrun sína. — Þetta var meira helvítið? segir hann. - Já; víst var það helvíti, segir Skjöllögrinn. Báðir eru þeir að hugsa um Jönnem — en hvoruguT þeirra kemur sér að þvi að nefna hann. Þeir bugga sig með því, að þeir hafi leitað að honum eins vel og vandlega og þeir gátu. En þrátt fyrir það fer þeim eins og flestum öðrum, þegar svona er ástatt. Afdrif

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.