Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 58

Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 58
Jan.-Febr. Hvað viltu að Jesús geri fyrir þig? Eftir Magnús Jónsson, prófessor. 1 10. kapltula Markúsarguðspjalls er sögð sag'a af því, þegar Jesús mætir Bartímeusi blinda hjá Jeríkó. Frá- sögnin endar þannig: Og Jesús ávarpaði hann og' sagði: Hvað viltu að ég gjöri fyrir þig? Og blindi maðurinn sagði við hann: Rabbí, það, að ég fái aftur sjón mína. En Jesús sagði við hann: Far þú leiðar þinnar, trú þín hefir gjört þig heilan. Og jafnskjótt fékk hann aftur sjónina og fylgdi honum áleiðis. Ég liefi stundum verið að hugsa hverju ég' myndi svara, ef Jesús sjálfur kæmi til mín og spyrði: Hvað viltu að ég gjöri fyrir þig? Getum við hugsað okkur annað eins. „Hvað viltu að ég gjöri fyrir þig?“ Og það er Jesús sjálfur, sem spyr. Við erum ekki einu sinni vön því að venjulegir menn spyrji okkur svona. Eða að minnsta kosti vitum við, að greiðinn, sem þeir mundu vilja gera okkur, væri innan ákveðina takmarka. Þetta gæti verið kurteisleg spurn- ing, sem krefði kurteislegt svar. Við erum stundum spurð svipaðra spurninga ef við komúm inn í búð eða á veitingahús. Og við vituni að það er allt innan takmarka, eins og von er, sem fyrir okkur verður gert. Það þýðir eiginlega ekkert annað en það, að hér skulum við fá lipra afgreiðslu ef við borgum skilvíslega. En það var ekki þannig með Bartímeus blinda í Jeríkó, þegar bann mætti Jesú. Hann fékk einmitt ekki sérlega lipra afgreiðslu. Það var liastað á hann og hann beðinn að þegja. Og liann var ekki heldur með neinar hæversku-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.