Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 60

Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 60
54 Magnús Jónsson: Jan.-Febr. upp á svona spumingu: Hvað viltu að ég geri fyrir þig. En liafið þið athugað það, að þið eruð í raun og veru alltaf að svara þessu? Hvað er það, sem þið eruð alltaf að reyna að öðlast? Hvert er áhugamál ykkar? Hvað þykir ykkur vænst um? Ilvaða ósk eigið þið í dag? Bartimeus hlindi l)að um sjónina. Það liafði hann alltaf ])ráð mest. Og við myndum, ef við værum ærleg, biðja um það, sem okkur langar mest i. Fjöldinn allur mundi hiðja um peninga, sumir um auðæfi eða, að minnsta kosti góða afkomu, dálítið meiri tekjur, að verzlunin gengi vel, að vel fiskaðist, vel heyjaðist, vel seldist. Þetta er það, sem nú á dögum virðist vera aðaláhugamálið. Níutíu af liundraði alls og allra sýnist ganga undir þessu merki nú á dögum. Hví skyldi ])á ekki nútíminn biðja Jesúm um þetta? Margir þrá líka völd, metorð, lirós annara eða eitt- livað enn hégómlegra, sumir nautnir, svall, kitlandi munað. Sumir athafnir, framfarir, starf. Og svo eru margir heilsulausir eins og Bartimeus hlindi og þrá heilsuna. Margir eru sorgmæddir og þrá huggun. Sumir þrá líka hefnd og hrakfarir yfir aðra. Já, það er margvíslegt, sem menn þrá, margt, sem menn stefna að í lífinu. Þau yrðu margvísleg svörin við spurningu Jesú: Hvað viltu, að ég gjöri fvrir þig? En að við gerum nú hlifðarlausa sjálfsrannsókn á okkur og athugum t. d. daginn í gær og fvrradag, at- hugum sjálf okkur undanfarinn tíma og reynum að lesa út úr því svar okkar. Og hugsum okkur svo, að við liefðum virkilega mætl Jesú í gær og hann hefði spurt okkur, livað við vildum að hann gerði fvrir okkur, og svarið hefði verið það, sem við vorum að sækjast eftir í gær. Hve mörg okkar skyldu vera ánægð með svarið? Ég er viss um að við værum langflest óánægð með það.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.