Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 61

Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 61
Kirkjuritið. Hvað viltu að Jesús geri fyrir þig? 55 Yærir þú ánægður ef Jesús hefði spurt þig og þú hefð- ir svarað með lífi þínu undanfarna daga? Ekki væri ég það. En ef liann kæmi nú næstu dag'a. Þá er þetta fram undan okkur og við höfum það á valdi okkar. Hverju ættum við þá að svara? Við skulum að minnsta kosti biðja um eitthvað gott líkt og Bartímeus blindi, sem hað um sjónina. Við get- um beðið um heilsu og lmggun, um atvinnu og afkomu, um starfsmöguleika og framfarir. Það er margt gott, sem við getum Iieðið um. Og það er alveg rétt að biðja um það. Postulinn segir: „Gjörið í ölhi óskir yðar kunnar drottni með bæn og' beiðni ásamt þakkargjörð.“ Það væri undarlegt trúarlíf, sem bæri sér ekki vitni í bæna- lífi, og það væri undarlegt bænalíf, sem sæi ekki það, sem er að gerast, og þarfir daglegs lífs. AIll má og á að bera fram fyrir Guð, jafnvel hina smærstu hluti. Ilvað þá hina stærstu hluti. Þá væri líka fallegt að hiðja um eitthvað öðrum til handa. Fyrirbænin er fögur, og ekkert trúarlíf getur dafnað án liennar. Bartimeus hað um sjónina og fékk hana. En svo er dálítil viðbót. Sagan endar þannig: „Og fylgdi honum áleiðis“. Hugsum okkur nú að við liefðum hitt Jesúm, og beð- ið hann um eitthvað gott og' þarflegt: Heilsu lianda sjálf- inn okkur eða öðrum, atvinnu eða afkomu eða eitthvað ])ess háttar. Og setjum svo að við hefðum Iilotið þetta. vrærum við þá ánægð? Nei, ég er sannfærður um, að við værum ekki ánægð. vrið værum ógæfusöm með alla okkar góðu heilsu, auð- legð eða livað það nú væri, sem við hefðum beðið um og lilotið. Við fyndum, að við hefðum glatað hinu milda tækifæri lífs okkar. Við mættum Jesú, og báðum hann um hégóma, jafn-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.