Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 62

Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 62
56 M. J.: Hvað viltu að Jesús geri fyrir þig? Jan.-Febr. mikinn liégóma og allt það er, sem þessi javðneska til- vera geymir og færir okkur, þetla stutta jarðneska líf. Við mættum lionum, sem alll vald er gefið á himni og jörðu, og þá gleynidum við himninum en völdum jörðina. Við vorum óánægð með svar okkar, óánægð með það. sem við völdum. — Nema því aðeins, að augu okkar hafi opnast, við liöfum fengið sjónina, eins og' Bartimeus, og séð að líf okkar og gæfa var undir því komin, að fá að fylgja Jesú. Ekkert annað getur sætt okkur við það, að hafa mætt Jesú og þegið af honum eina bón. Allt viljum við af honum þiggja — ef það má vera með, að við fáum að fylgja honum. Og þó að fylgd okkar verði ófullkomin, með hrösunum og magnleysi, þá vit- um við að hann réttir okkur liönd sina og reisir við reyrinn brotna. Ef hann liefir spurt: „Iivað viltu að ég gjöri fyrir þig?“ og við höfum svarað: „Það að við fáum sjónina“, og fylgjum honum eftir, þá þurfum við ekkert að ótiast, því að hann er hjá okkur. Eins og sálmaskáldið segir: Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér. * Hátíðleg guðsþjónusta fór fram í Dómkirkjunni i Reykjavík 3. febrúar lil minningar um skipverjana á togaranum Max Pemberton, er mun hafa farizt 11. janúar. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup flutti fagra huggunarræðu. Kirkjuritið sendir öllum þeim, sem svo mikið liafa misst, innilega samúðarkveðju og ósk um Ijós og styrk kristindómsins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.