Kirkjuritið - 01.01.1944, Side 68

Kirkjuritið - 01.01.1944, Side 68
Sveinn Vikingur: Jan.-Febr. 62 ustu og dýrmætustu gri])i kirknanna. Hvorugu hefur kirkjunni aftur verið skilað. Jafnframt því, sem kirkjan var þannig rúin eignum sínum, var hún og einnig að sjálfsögðu svipt möguleikum til þess að starfa á jafnvíð- tækum grundvelli og áður. Smátt og' smátt færist svo í það horf, að jarðeignir kirkjunnar hverfa svo að segja allar til ríkisins, og kirkj- an sem stofnun er svipt öllum sjálfstæðum forráðum. Skólarnir, sem liún liafði komið á fót og' rekið um aldir, þá tekur ríkisvaldið í sínar hendur, og útilokar kirkjuna vendilega frá ölluin afskiptum af þeim o. s. frv. Prestarnir sitja sem leiguliðar ríkisins á liinum gömlu höfuðhólum, sem kirkjan átti, og með liverju ári, sem líður, eru fleiri og færri þeirra seld eða leigð einstökum mönnum eða pörtuð niður í smáhýli. Þingið ákveður tölu preslanna og skammtar þeim laun. Og æðsta stjórn kirkjunnar er i höndum ráðherra, sem jafnframt geg'n- ir öðrum enn umfangsmeiri störfum, og mun að jafnaði valinn með meira tilliti til þeirra en kirkjumálanna, og að því er ég hygg, nnm jafnvel engin trygging vera fyr- ir því í löggjöf vorri eða stjórnarskrá, að sá ráðherra, sem fer með kirkjumálin á hverjum tíma, þurfi einu sinni að tilheyra þjóðkirkjunpi, hvað þá að hafa nokkra sérþekkingu á málefnum hennar og högum. Svo er þá komið, að kirkjan, sem um langt skeið var ríkasta, voldugasta og áhrifamesta stofnunin á Islandi, er nú með öllu févana og liáð ríkisvaldinu. Hún fær eng- an beinan fjárstyrk frá r-íkinu lil eigin umráða og frjálsr- ar starfsemi, svo sem þó hafa flestar aðrar stærri félags- stofnanir í landinu. Hún fær ekki að ráða málefnum sínum sjálf nema að mjög takmörkuðu leyti. Starfsmenn hennar hafa til skamms tima verið svo illa launaðir, að fullkomin vanvirða má teljast. Alll þetta, sem nú hefi ég nefnt, hlaut smátt og smátt að skapa breytt viðhorf almennings til kirkjunnar — og hefir líka gjört það. Með dvínandi álirifum prestanna

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.