Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 70

Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 70
64 Viðhorfið lil kirkjunnar fyr og nú. Jau.-Febr. ustu áratugi. Enn aðrir, og þeim fer sífjölgandi, iíta til kirkjunnar, og vænta þaðan Iijálpar. Viðhorfið tii kirkjunnar er að breytast til stórra muna, síðan styrjöldin hófst. Af hálfu þings og stjórnar hefir þetta komið í ljós í því, að prestum hefir verið fjölgað t. d. hér í Reykjavík, launakjör prestanna verulega bætt, stofnað sérstakt emljætti söngmálastjóra kirkjunnar o. s. frv. Hvað veldur þessu breytta viðhorfi? Að mínu áliti þelta: Löggjöfunum og mörgum mætustu mönnum þjóð- arinnar er orðin ijós sú menningarlega og' siðferðilega iiætta og lausung, sem ógnar þjóðinni nú á þessnm miklu breytinga og styrjaldatímum. Þeir sjá, að skól- arnir eru vanmáttugir að ráða hér á fulla bót. Og þá er horft á ný lil kirkjunnar, elztu og merkustu menningar og trúarstofnunarinnar i landinu, þeirrar stofnunar, sem um skeið hefir verið vanrækt, en sem eitt sinn var meginaflg'jafi íslenzkrar menningar og höfuðvörður sögu, siðgæðis og tungu þjóðarinnar, boðheri trúarinnar á Guð og eilíft verðmæti, gildi og ábyrgð hverrar ein- ustu mannssálar. Vér megum vissulega fagna því, að trúin á verkefni og hlutverk kirkjunnar er vaxandi nú, að þegar mest ei' i húfi, er enn litið tii liennar í von um farsælt, göfgandi starf. En um leið verður þá einnig kirkjan að gjöra sér ljóst, að hið breytta viðhorf lil hennar skapar henni ekki aðeins ný tækifæri, heldur leggur henni aukna á- hyrgð á herðar. Nú er það kirkjunnar að sýna það í framkvæmd og' verki, að hún sé og vilji vera liinu göf- uga ldutverki sínu trú. Hún verður að sýna, að enn eigi hún kraft, hugkvæmni og' vilja til þess að vera braut- ryðjandi í þeirri trúarlegu, menningarlegu og verklegu nýsköpun, sem fyrir höndum er í þjóðlífi voru að hild- arleik styrjaldarinnar loknnm. Prestar landsins verða að hefja aukið starf hver á

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.