Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 85

Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 85
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 79 að það íhugi, livort eigi sé þörf á, að ríkið ráði í þjónustu kirkj- unnar sérfróðan mann, er veili söfnuðum landsins ókeypis leið- Leiningar um fegrun kirknanna og umhverfi þeirra. 6. Vinnuskóli fyrir vangæf ungmenni. Hinn almenni kirkjufundur 1943 skorar á rikisstjórnina að liefjast lianda um stofnun vinnuskóla eða dvalarheimila á hent- ugum stöðum, fyrir þá unglinga, er ungmennadómstóll eða barna- verndarnefndir telja að liafi þörf fyrir dvöl á slíkri stofnun, er rekin sé fyrst og fremst sem uppeldisstofnun á kristilegum grunú velli. Allar þesar tiiiögur voru samþykktar i einu hljóði. Síðasta fundardaginn var sameiginleg altarisganga í Dómkirkj- unni og þjónaði séra Bjarni Jónsson vígslubiskup fyrir altari. Um kvöldið var skilnaðarsamsæti í húsi K. F. U. M., en þar var fundurinn haldinn tvo síðustu dagana. Margar ræður voru fluttar, og Karlakórinn Fóstbræður sýndi fundinum þann sóma að syngja þar nokkur iög. Fundurinn fór liið hezta fram. I kirkjufundarnefnd voru þeir kosnir: Ásmundur Guðmunds- son prófessor, séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, Gisli Sveins- son sýsiulnaður, séra Sigurbjörn Á. Gíslason, Sigurgeir Sigurðs- son hiskup, Valdimar Snævarr skólastjóri og séra Þorsteinn Briem prófastur. Aðalfundargerö Hallgrímsdeildar 1943. Árið 1943, föstudaginn 8. okt., voru samkvæmt fundarboði mætt- ir á Akranesi félagar Hallgrímsdeildar til að sitja aðalfund deild- arinnar. Áformað hafði verið, að fundurinn yrði settur um kvöidið, en þá liafði fundarmönnum horizt heimhoð að sitja '’igsluathöfn kvikmynda- og' liljómleikahallar Akranesskaupstað- ar, frá geföndum hússins, Haraldi útgerðarmanni Böðvarssyni °g konu hans Ingunni Sveinsdóttur. Þágu félagarnir það með þökkum og var sú stund lærdómsrik að kynnast þeim stórliug framsýni og einstæðu rausn, sem lýsti sér í gjöf þeirra lijóna. Laugardaginn 9. okt. var síðan fundur settur kl. 10% að morgni á heimili prófasts séra Þorsteins Briem. Tiu sóttu fundinn. Aðalmál fundarins var kristilegt uppeldi æskulýðsins. Ftutti séra Þorsteinn L. Jónsson mjög ýtarlegt inngangserindi um málið. Umræður urðu miklar um málið, og tóku allir fundarmenn til máls, og sumir tvisvar, en síðan ræddu fundarmenn um málið

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.