Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 86

Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 86
80 Fréttir. Jan.-Febr. án fundarskapa á víð og dreif. AS lokum var svohljóöandi til- laga samþykkt meö samhljóöa atkvæðum: „Fundur Hailgrímsdeildar ákveður að safna versum og bæn- um, sem lifa á vörum fólksins, og felur félögum sínum að safna þessu saman og senda það formanni deildarinnar, er síðan velur liað úr, sem liann telui' liezt til þess fallið að gefa það út, til leið- beiningar mæðrum við fyrstu fræðslu barna sinna í kristnum fræðum. Jafnframt felur fundurinn formanni að atlniga möguleika á því að fá gefin út Fræði Lúters hin minni. Kosnir voru í aðalstjórn séra Þorsteinn Briem prófastur, séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík og séra Björn próf. Magnússon á Borg og varamenn Jósef prófastur Jónsson á Setbergi og séra Sigurjón Guðjónsson í Saurbæ. Til fyrirlestrarhalds við skólana voru til nefndir: Að Staðarfelli séra Þorsteinn L. Jónsson og að Hvanneyri dr. Árni Árnason. Að Reykholti og gágnfræðaskólanum á Akranesi skyldi ráða fyrirlesara eftir hentugleikum. í sambandi við áðurnefndar umræður um kristilegl uppeldi bundust fundarmenn samtökum um, að lágmarkstími fermingar- undirbúnings skytdi vera 30 stundir handa hverju barni, og skorar á aðra deildarmenn að fylgja sönni reglu. Kl. 8M> á laugardagskvöld flutti séra Þorsteinn L. Jónsson fyr- ir almenning í Akranesskirkju erindi sitt: Kristilegt uppehli æskulýðsins. Sunnudaginn 10. okt. messaði séra Sigurður Ó. Lár- usson á Akranesi, en prestur staðarins þjónaði fyrir altari. Séra Þorsteinn L. Jónsson prédikaði á Leirá, en séra Magnús Guð- mundsson þjónaði fyrir altari. Á Innra-Hólmi messaði séra Björn Magnússon. Björn Magnússon. Aðalfundur Prestafélags Austurlands. Prestafélag Austurlands hélt aðalfund sinn á Vopnafirði dag- ana 24. til aðfaranætur 26. ágústs. 7 prestar af 10 voru mættir. Að- almál fundarins var „Heimilið“. Ennfremur var rætt um liúsa- byggingar á prestssetrum. Voru ýmsar tillögur samþykktar í báð- um þessum málum og sendar biskupi til athugunar. — Héraðs- fundur Norðurmúlaprófastsdæmis var haldinn í sambandi við jirestafundinn og sátu síðan viðstaddir safnaðarfulllrúar, er þess óskuðu, prestafundinn. Ennfremur sat fundinn Valdimar Snævarr, skólastjóri á Norðfirði, í boði deildarinnar. Messað var báða dagana og fyrirlestrar haldnir á eftir fyrir almenning. Fundinum lauk með altarisgöngu fundarmanna. Jakob Einarsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.