Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 7
Nóv. - Des.
Jólahugleiðing.
275
frumskilyrði jarðneskrar gæfu og gleði. Vér finnum það ef
til vill betur um þessar mundir en nokkru sinni áður.
hversu satt þetta er. Vegna ófriðar á jörðu hefir svo margt
af því sem fegurst var og bezt í mannlífinu glatazt.
Sólarsýn dýrðar Guðs fær engin að sjá, sem ekki á
innri frið. Vopnaglamur og háværar raddir glaumsins verða
að þagna í þessum heimi áður en vér fáum hina innri
skynjun í ríkum mæli. I sál þinni verður að vera hljótt til
þess, að unnt sé að heyra lífsins friðarmál.
Það var dýrðleg stund er Frelsarinn fæddist. Síðan hafa
niilljónir manna meðal hverrar kynslóðar komið hljóðlega
til hans, þegar dimmt var í huga, til að öðlast frið — til að
eignast ljós og kraft til að bera lífsbyrðarnar, sem oft
verða svo þungar og erfiðar. Barnið átti þar sinn dýrðar-
heim og einnig hinn sterki og þróttmikli, hinn þreytti
og þjáði. Aldrei varð mannlífið fegurra en þegar menn-
irnir ungir og gamlir söfnuðust saman í nálægð hans, eins
og á jólunum. Þá ljómaði ávallt aftur á ný dýrð Guðs —
þá var friður — þá ríkti samúð og kærleikur milli hinna
ólíkustu manna, og þá fundum vér ósjálfrátt, að mennirn-
ir áttu velþóknun Guðs.
Enn kveikja menn jólaljós víðsvegar á jörðu. Enn lifir
1 brjóstum þeirra djúp þrá eftir fegurri og betri heimi.
Jesús Kristur er fæddur.
Ennþá berst hin undursamlega rödd hans til vor: „Hver,
sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa
iifsins ljós.“
Ljósið hans og lífið hans leiðir oss inn í hamingjulöndin —
lnn til þeirrar jólagleði, sem tekur burt sortann ,sem grúfir
yfir löndum heims, og breytir nótt í dag.
íslenzku heimilin urðu oft björt og fögur á jólunum, þótt
dimmt væri úti og kalt.
Mætti birta jólanna enn verma þau og hjörtu allra lands-
ms barna nær og fjær og dýrð Drottins Ijóma yfir landi og
Þjóð.
Gleðileg jól!
Sigurgeir Sigurðsson.