Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 16

Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 16
284 Selma Lagerlöf: Nóv. - Des. þar sem uxu há tré, bæði blaðlaus lauftré og græn barrtré. Bak við rjóðrið var klettaveggur, og þar sáu þeir rammlega hurð. Nú sú Hans ábóti, að þeir voru komnir á leiðarenda, og hann stcig af baki. Barnið opnaði þungu hurðina fyrir honum, og hann leit inn í fátæklegan helli með berum steinveggjum. Ræningjakonan sat við elda, sem brunnu á miðju gólfi. Ut við vegginn voru bæli úr grenilurkum og mosa, og í cinu þeirra lá ræninginn og svaf. „Komið þið inn, þið þarna úti,“ kallaði ræningjakonan án þess að standa upp, „og takið þið hestana inn með ykkur, svo að þeim verði ekki kalt í nótt.“ Hans ábóti gekk nú djarflega inn í hell- inn, og leikbróðirinn kom á eftir honum. Það var fátæklegt þarna inni, og ekkert var gert til þess að halda jólin hátíðleg. Ræningja- konan hafði hvorki bruggað né bakað, hún hafði hvorki sópað né þvegið. Börn hennar sátu kringum pott og átu, en það var enginn hátíðarmatur, aðeins þunnur vatnsgrautur. Ræningjakon- an talaði eins drembilega og einarðlega og virðuleg bóndakona. „Seztu við eldinn, Hans ábóti, og vermdu þig,“ sagði hún, „og ef þú hefir mat með þér þú neyttu hans. Því að ég býzt ekki við, að þú viljir matinn, sem við hér í skóginum búum til. Og ef þú ert þreyttur, getur þú hallað þér í eitthvert af bælunum þarna. Þú þarft ekki að óttast, að þú sofir yfir þig. Eg sit hér við eldinn og vaki, og ég skal vekja þig, svo að þú fáir að sjá það, sem þú ert kominn til að sjá.“ Hans ábóti hlýddi ræningjakonunni og tók fram mat sinn, en hann var svo þreyttur, að hann gat varla matazt, og óðara en hann hallaði sér út af, var hann sofnaður. Leikbróðurnum var líka vísað til hvílu, en hann þorði ekki að sofna, því að hann þóttist þurfa að hafa gætur á ræningjanum, að hann risi ekki upp og tæki ábót- ann höndum. Smám saman sigraði þrcytan hann líka, svo að hann sofnaði. Þegar hann vaknaði, sá hann, að Hans ábóti var kominn fram úr rúminu og sat nú við eldinn og talaði við ræningjakonuna. Utlægi ræninginn sat líka við eldinn. Það var hár, magur maður, þunglamalegur og þungbúinn. Hann sneri baki að Hans ábóta, og var því líkast, að hann vildi ekki láta sjá, að hann hlustaði á samtalið. Hans ábóti sagði ræningjakonunni frá öllum jólaönnunum, sem hann hafði séð á leiðinni, og hann minnti hana á jólaveizlurnar og jólaleikina, sem hún sennilega hefði tekið þáct í á æskuárun- um, þegar hún lifði í samfélagi við annað fólk. „Það er ranglæti gagnvart börnum ykkar, að þau fá aldrei að hlaupa í skrýtnum búningum á götunni né leika sér í jólahálminum,“ sagði Hans ábóti. Ræningjakonan svaraði fyrst í styttingi og með þverúð, en smám
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.