Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 21

Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 21
Kirkjuritið. Helgisagan um jólarósirnar. 289 Allan þennan tíma höfðu fuglar sveimað kringum Hans ábóta, og hann hefði getað tekið þá með höndunum, en aftur á móti voru dýrin hrædd við leikbróðurinn; enginn fugl hafði sezt á axlir hans og enginn höggormur leikið sér fyrir fótum hans. En nú kom lítil skógardúfa. Þegar hún sá englana nálgast, áræddi hún að setjast á öxl leikbróðurins og leggja höfuðið að vanga hans. Þá hélt hann, að óvinurinn væri alveg kominn að sér til þess að leiða sig í freisiingu og synd. Hann sló með hendinni til skógar- dúfunnar og kallaði með svo hárri röddu, að það tók undir í skóginum. „Farðu til Helvítis, þaðan sem þú ert kornin." Þá voru englarnir svo nærri, að Hans ábóti fann þytinn af vængjataki þeirra, og hann laut til jarðar, til þess að heilsa þeim, En við orð leikbróðurins hætti söngurinn á svipstundu, og hinir helgu gestir sneru á flótta. Og ljósið flúði og hlýindin af ótta við kuldann og myrkrið í hjarta mannsins. Nóttin lagðist yfir jörðina eins og ábreiða, kuldinn kom, gróðurinn á enginu visnaði, dýrin flúðu burt, niður fossanna hljóðnaði, Iaufið féll af trjánum og og buldi eins og regn. Hans ábóta fanst sem hjarta sitt, sem fyrir skemmstu þrútnaði af sælu, engjast af óbærilegri kvöl. „Aldrei“, hugsaði hann, „get ég lifað þetta af, að englar himnanna voru mér svo nærri, og voru reknir burt, að þeir ætluðu að syngja jólasálma fyrir mig en voru reknir á flótta.“ I sama vetfangi mundi hann eftir blóminu, sem hann hafði lof- að Absalon biskupi, og hann beygði sig niður að jörðinni og leitaði í mosa og laufi, ef vera mætti að hann fyndi það á seinustu stundu. En hann fann, hvernig jörðin fraus undir fingrum hans og hvernig hvítur snjórinn lagðist yfir engið. Þá fann hjarta hans enn sárar til. Hann gat ekki risið upp, heldur féll til jarðar og lá þar kyrr. Þegar ræninginn og leikbróðirinn höfðu klöngrast í myrkrinu til ræningjahellisins, söknuðu þeir Hans ábóta. Þau tóku branda frá eldinum og fóru út að leita hans og fundu hann liggjandi örendan í snjónum. Og leikbróðirinn tók að gráta og barma sér. Hann vissi, að það var hann, sem hafði drepið Hans ábóta með því að taka frá honum gleðibikarinn, sem hann hafði þráð svo mjög að drekka. —0O0— Þá er Hans ábóti hafði verið fluttur niður til Hrísa, sáu þeir sem bjuggu um líkið, að hann kreppti hægri höndina um eitt- hvað, sem hann hlaut að hafa gripið í dauðanum. Þegar þeir að 20*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.