Kirkjuritið - 01.12.1947, Síða 32
300
Aldarafmæli Prestaskólans:
Nóv. - Des.
verið skrifað, er svo saga sjálfs skólans, starf kennara hans
og þeir sjálfir.
Einnig í þessu verð ég að vísa til nánari greinargerðar
annarra.
En ef ég lít í sjónhendingu yfir sögu Prestaskólans, og sé
forstöðumenn hans ganga fram í röð og heyri nöfnin: Pét-
ur Pétursson, Sigurður Melsted, Helgi Hálfdánarson, Þór-
hallur Bjarnarson, Jón Helgason, þá veit ég ekki hvers-
konar vanþakklæti það mætti vera við forsjónina, ef
þessir menn þættu ekki hlutgengir í hinni miklu viðburða-
sögu síðustu aldar hér á fslandi. Og við bætast svo nöfn
eins og Eiríkur Briem, Haraldur Nielsson, Sigurður Sívert-
sen — ég vil segja: Valinn maður í hverju rúmi.
Ég veit vel, að það er jafnan hættulegt, þegar rætt er
um söguleg efni, að koma of nærri samtíð sinni og allra
hættulegast þó, að fara að tala um sjálfan sig. En ég
held þó, að ég verði að lokum að gerazt svo djarfur að
koma sjálfur til þessarar sögu, því að ég er með nokkuð
sérkennilegum hætti tengdur báðum þeim skólum, sem
hér eiga hlut að máli. Ég hlaut guðfræðimenntun mína
alla í Prestaskóla Islands og lauk þar embættisprófi í
síðasta hópnum, sem þaðan útskrifaðist vorið 1911. Og
svo vandlega voru þessar stofnanir ofnar saman, að Há-
skólinn var hátíðlega settur 17. júní, en þá var ekki enn
lokið embættisprófi, svo að ég útskrifaðist úr Presta-
skólanum 20. júní, eða þrem dögum eftir að Háskólinn var
stofnaður!
Fáum árum síðar var ég svo kominn til Háskólans í
kennarastöðu þar, og eru aðeins örfáir menn, sem ekki
voru annaðhvort samstúdentar mínir í Prestaskólanum
eða lærisveinar í Háskólanum. Þetta tvíþætta starf mitt
nær nú yfir framt að 40 árum, og hefi ég það mér til
afsökunar.
Ég minnist kennara minna, þeirra Eiríks Briem, Jóns
Helgasonar og Haralds Níelssonar og samvistanna við