Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 33
Kirkjuritið. Ræða Magnúsar Jónssonar. 301 þá og samstúdentanna í gamla Prestaskólanum, með til- finningum, sem ég fæ ekki orðum að komið. Þessir þrír kennarar, hvað þeir voru ólíkir hver öðrum, en þó hver með sínum hætti þannig, að ég gat engrar breytingar á þeim óskað. — Þessir þrír menn voru samanlagðir sómi sinnar stofnunar og styrkur sinni þjóð. Við alla þessa ágætismenn hefir nú verið sagt: Hverfið aftur þér mannanna börn. Með tveimur þessara góðu manna átti ég eftir að starfa, einkum Haraldi Nielssyni, hinu mikla andlega glæsimenni, sem var samkennari minn um áratug. Enn kynntist ég þá manni, sem ekki hafði verið kenn- ari minn, en kom að Háskólanum við stofnun hans. Þessi maður var Sigurður Sívertsen, sem um langt skeið var ekki einungis áhrifamaður með kennslu sinni heldur og með áhuga sínum og starfi að kirkju- og mannúðarmálum. Einnig til hans hefir kallið komið að hverfa heim. Þá hefir svo atvikazt, að einn af þeim mönnum, sem með mér voru við nám í Prestaskólanum, hefir nú um nálega 20 ára skeið verið samkennari minn, samverkamaður í mörgum hlutum og samferðamaður í ýmsum skilningi. Þessi maður er núverandi forseti guðfræðideildar, Ás- mundur Guðmundsson. Ég vona að þeir, sem skemmri tíma hafa starfað við skólann, misvirði ekki, þó að ég nefni þennan minn gamla og nýja samstúdent, og það er ein- göngu af því að ég þori það ekki fyrir honum sjálfum, að ég segi ykkur ekki frekar af starfi hans innan guðfræði- deildar og utan í þjónustu Guðs kristni. En hugljúfastar og ólýsanlegastar eru þó 30 ára minn- ingarnar frá samstarfinu við stúdentana. Ég man þar ekki eftir nokkru éli, nokkurri skúr, nokkru skýi, heldur er það einn sólskinsdagur. Ég vona að þar hafi ekki neitt Ijótt skrifast á eyðublað Prestaskólans. Guði séu þakkir fyrir það allt saman. Og nú er enn óskrifað eyðublað fram undan. Aldarblað- inu er flett, og í sömu svipan byrjar að skrifast á næsta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.