Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 36
304
Aldarafmæli Prestaskólans:
Nóv. - Des.
Og megi kirkjan koma og lýsa þeim
að krossi hans,
sem þrá að líkna og leiða þjáðan heim
að lindum kærleikans.
II.
/^\SS lýsir enn og ljómar bjarmi sá,
er liðnu þjóðlífsvori stafar frá,
og enn í dag er aldarsaga þaðan
með afrek sín og drauma gengin hjá.
En þjóðin man hvern sigur, sem var unninn,
og sína ást og virðing tjáir þeim,
er þungum steini lyftu og lögðu grunninn
að landsins æðsta skóla og fluttu’ hann heim.
Hann hófst án valds og auðs og aldrei brann
af ytri dýrð neinn ljómi um skóla þann,
en það var hjartans traust og trúin hreina
á tign hins æðsta lífs, sem reisti hann.
Því héðan sá hún öldum ofar rísa
þann eld, er skyldi lýsa heilli þjóð.
Og blessum alla, er vildu þangað vísa
til vegar sinu fólki um grýtta slóð.
Og enginn skóli kom hér víðar við
né valdi sér til fylgdar hærri mið.
Um landið allt hans lærisveinar stóðu,
í lífsins gleði og sorg við fólksins hlið.
Og hafi stundum lágum loga brunnið
það ljós, sem kirkjan þeim í hendur gaf,
er meira vert um hitt, að hér var unnið
margt heilagt starf, sem skín og lýsir af.