Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 37
Kirkjuritið.
Hátíðarljóð.
305
Því blessa horfnir dagar lýð vors lands.
Svo leiði nýja öldin sál hvers manns,
er heyrir Guð í hjarta sínu kalla
og hingað fer að leita sannleikans.
Og megi skólinn skyldur sínar rækja
og skapa nýjan ljóma um fornan arf,
og megi þjóðin þrek og djörfung sækja
til þeirra, er honum vígðu líf og starf.
Og treystum því, sem hönd Guðs hefur skráð:
I hverju fræi, er var í kærleik sáð,
býr fyrirheit um himnaríki á jörðu.
Hver heilög bæn á vísa drottins náð.
Og hví skal þá ei ógn og hatri hafna,
ef hjálp og miskunn blasir öllum við
í trú, sem ein má þúsund þjóðum safna
til þjónustu við sannleik, ást og frið?
III.
SJÁ, dagarnir líða, í leiðslu við hlustum
á laufið, sem hrynur um aldanna skóg
og leggst yfir stofnanna sterku,
sem stormur og dauði til jarðar sló.
En þó að þeim visni hvert bjarkarblað,
þá blómgast oss önnur í þeirra stað.
Því áfram skal haldið, og aldrei þagnar
hin eilífa hrynjandi lífsins,
sem ymur um aldanna skóg.
Við hverfula daga mörg blekking oss bindur.
Þó býr oss í hjörtum sú eilífðarþrá,
er kveður sér hljóðs og rís hærra
en heimsdýrð og jarðneskar óskir ná.
21*