Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 39
Kirkjuritið.
Ræða dr. Ólafs Lárussonar háskólarektors
Háskóli Islands varð arf-
taki embættismannaskól-
anna þriggja, sem fyrir
voru í landinu, er hann
var settur, Prestaskólans,
Læknaskólans og Lagaskól
ans. Þrjár af deildum hans,
guðfræðideildin, lagadeild-
in og læknadeildin, tóku
hver á sínu sviði við hlut-
verki og starfi þessara
skóla. Prestaskólinn var
elztur þeirra. Hann hafði
starfað í 64 ár, er guð-
fræðideild Háskólans tók
við af honum. Síðan eru
36 ár liðin, og nú í dag eru
100 ár síðan Prestaskólinn
var settur í fyrsta sinni.
Það er maklegt, að Há-
skólinn minnist þessa at- Próf' ölafur Lá™sson, rektor.
burðar. Má með nokkrum rétti segja, að ein af deildum
hans eigi aldarafmæli í dag. I annan stað má segja, að
stofnun Prestaskólans hafi verið fyrsta skrefið að stofn-
un Háskólans. Þá var fyrst tekin upp kennsla hér á landi,
sem sambærileg var við háskólakennslu í öðrum löndum,
þá fyrst var farið að veita einni af embættisstéttum þjóð-
arinnar fræðilegan undirbúning undir lífsstarf sitt, er
teljast mátti vera á borð við þann undirbúning sem stétt-