Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 44
Nóv. - Des.
Ræða Ásmundar Guðmundssonar.
i.
Fyrir öld, 2. október
1847, var Prestaskólinn í
Reykjavík settur fyrsta
sinni, í Latínuskólahúsinu.
Þá um vorið, 21. maí,
hafði verið gefið út kon-
ungsbréf um stofnun hans
og honum jafnframt sett
reglugjörð til bráðabirgða.
Þetta var árangur af til-
lögum og öðru brautryðj-
andastarfi ýmissa vorra
beztu manna,svo sem Bald-
vins Einarssonar, Tómasar
Sæmundssonar og Jóns
Sigurðssonar. Er það tákn-
rænt, að fyrsta greinin í
Nýjum Félagsritum er um
Prestaskóla á Islandi. —
Mun séra Ólafur Pálsson,
síðar dómkirkjuprestur, afi
núverandi háskólarektors, hafa samið; sýnir hann fram
á nauðsyn þess, að prestastéttin fái eins góða undirbún-
ingsmenntun og kostur sé, því að henni sé falið að fræða
menn í hreinum trúarbrögðum og með þessum hætti stuðla
að því, að siðferði manna fari jafnan fram til hins betra
I 2. árg. Nýrra félagsrita tekur Jón Sigurðsson mjög í
sama streng í ritgerðinni frægu og frábæru: Um skóla á
Ásmundur GuÖmundsson