Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 53
KirkjuritiS. Ræða Ásmundar Guðmundssonar.
321
Séra Eiríkur Briem
Séra Þórhallur Bjarnarson
niaður“ minni en fyrirrennarar hans, en kunni þó að meta
t>á til fulls. Hann kom á ýmsum breytingum við skól-
ann, er hann var lektor orðinn. Hann vann að því, að hon-
um var sett ný reglugjörð, 1895, nám aukið og námstími
lengdur úr tveimur vetrum í þrjá. Hann létti mjög fyrir-
lestraskriftum af nemendum með því að taka upp prentað-
ar kennslubækur og fékk fé á Alþingi til útgáfu nýrra
kennslubóka á íslenzku. Námsstyrkur var einnig hækkaður
að hans hvötum og á ýmsan annan hátt bættar aðstæður
stúdenta við guðfræðinámið og það gjört hagfelldara en
aður. Þórhallur lektor var ástsæll kennari og leiðtogi, enda
hugull og hjálpsamur og kunni beztu tök á ungum mönn-
hrci. Hann var ekki mælskumaður í venjulegri merkingu
bess orðs, en hiti og dýpt í máli. Hann var þeim mun fim-
ari með pennann: Setningarnar meitlaðar af mannviti og
a hreinni og þróttmikilli íslenzku. Er vel, að margar þeirra
Seymast í blöðum hans, Kirkjublaðinu og Nýju kirkjublaði,
en með þeim var hann ekki aðeins andlegur leiðtogi læri-
sveina sinna, heldur einnig þjóðarinnar. Hann var sögu-
maður ágætur og kirkjusaga ein höfuðkennslugrein hans.
Mun hann hafa verið bezt að sér allra samtíðarmanna
S1nna í kirkjusögu íslands og færastur til að semja hana.
22*