Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1947, Side 58

Kirkjuritið - 01.12.1947, Side 58
326 Aldarafmæli Prestaskólans: Nóv. - Des. fulltingi sálarrannsóknanna átti kristindómurinn að endur- fæðast í hjörtum mannanna í hreinni og upphaflegri mynd sinni. Því átti kirkjan að taka þær að sér. Sannanirnar um framhaldslíf fengju þá fyrst ljóma yfir sig, er þær væru að fullu og öllu helgaður boðun Krists. Kristur og Guðs ríkið, sem hann flutti mönnunum, var æðsta takmarkið. Hann gat orðið frá sér numinn af hrifningu og hreif þá nemendur sína og marga aðra, svo að aldrei gleymist. Hann hratt af stað andlegri vakningu með þjóðinni. Hann lað- aði fólk að sér hvarvetna með erindum sínum og prédik- unum. Ræða hans var þrungin postullegum eldmóði og trúarkrafti, djúpri sannfæringu, skáldlegum tilþrifum og vegsöguþori, svo að þjóðin mun engan prédikara hafa átt slíkan síðan Jón Vídalín. VII. Enn er að geta þess kennara, sem ef til vill hefir unnað guðfræðideildinni heitast allra manna og á afmæli í dag, séra Sigurðar Sívertsen. Hann var starfsmaður hennar fyrsta aldarfjórðunginn, dósent 1911-’17 og síðan prófessor 1917-’36, er hann fékk lausn frá embætti sökum vanheilsu. Hann átti lengsta prestsreynslu að baki allra guðfræði- kennaranna á undan honum, og mátti að vissu leyti telja prestinn í deildinni. Hann kenndi margar greinar guðfræðinnar og samdi námsbækur, sem enn eru notaðar í deildinni. Hann hóf fyrstur að kenna hér trúarsögu Nýja testamentisins og gaf út kennslubók í þeirri grein. Hann lagði mestu alúð við kennslu sína, vandaði nemendum sínum veganesti sem fremst hann mátti. öll var kennsla hans ljós. Hann ger- hugsaði það, sem hann ætlaði að segja, og skipaði því nið- ur vel og skilmerkilega og af visindalegri nákvæmni. Hann líktist þeim skólabræðrum sínum og samkennurum, Jóni Helgasyni og Haraldi Nielssyni, að víðsýni og sannleiks- ást, en var minni bardagamaður. Hark og háreysti út af trúmálum var honum kvöl. Hann vildi frið og sátt og bræðralag. Þó var enginn fastari fyrir en hann né fylgnari
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.