Kirkjuritið - 01.12.1947, Qupperneq 66
334
Aldarafmæli Prestaskólans:
Nóv. - Des.
var Prestaskólinn stofnaður og látinn hefja starf sitt fyrir
unga menntamenn, sem ætluðu síðan að takast sáðmanns-
starfið á hendur.
Skólinn hóf starf sitt, fræðslu- og leiðbeiningarstarf sitt
fyrir prestaefni landsins.
,,Og sjá, sáðmaður gekk út að sá.“
f dag horfum vér yfir störf sáðmanna í íslenzku þjóð-
lífi í síðustu hundrað ár.
Sáðmaðurinn gekk út. Hann vígðist til hinnar heilögu
þjónustu. Hann fór út í einhverja íslenzku sveitina eða
þorpið. Hann kallaði fólkið til helgra tíða. Hann vildi gjöra
það, sem í hans valdi stóð. Hann vígði litla drenginn og litlu
stúlkuna Guði. Oft tók hann barnið á kné sér, fylgdist með
námi þess og gaf því guðlegar myndir. Hann leitaði stund-
um að mannsefnunum og studdi þau á einn eða annan hátt,
til náms og frama. Hann vildi, að fólkið kæmi til sín og
þægi ráð sín. Stundum mistókst honum starfið. Ef til vill
skorti hann þrótt og hæfileika, eða breyskleikinn varð hon-
um að falli. — En hann vildi vel. Hann vildi rétta út hjálp-
arhendur, þótt hann væri oft sjálfur fátækur, lítilsmegnug-
ur og ytri ástæður hans væru ekki góðar.
Hann stóð hjá fólkinu í gleði þess og hann stóð við gröf-
ina og reyndi þar að vekja von, sem lætur bros skína í gegn-
um tár.
Um einn þessara sáðmanna orti séra Matthías það, sem
ég hygg að segja mætti um marga íslenzka presta fyrr og
síðar:
Guðsorð að glæða,
gagn að kenna,
sjúlcum sinna,
sátt að tryggja,
mennt að efla,
manndóm hefja,
bændur fræða,
búsæld skapa.