Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 72
Nóv. - Des.
Ræða Eysteins Jónssonar
Góðir gestir.
Ég rís hér á fætur til þess
að bjóða yður velkomna til
þessa móts fyrir hönd okkar,
sem höfum kallað menn
hingað í kvöld.
Menn eru komnir hér sam-
an til þess að minnast aldar-
afmælis Prestaskólans. Ég
mun ekki halda hér ræðu,
en vil þó segja örfá orð af
þessu tilefni.
Við segjum, að Prestaskól-
inn sé 100 ára, — og það
er rétt. En hins ber þó að
gæta, að áður en hann var
stofnaður, höfðu starfað í
Eysteinn Jónsson ráöherra. landinu skólar, sem VOrU
prestaskólar og jafnframt lengi vel einu skólar landsins.
Prestaskólinn er arftaki þessara skóla, að því er varðar
menntun prestastéttarinnar. Það er grunur minn, að
Prestaskólinn hafi drjúgum notið góðs af þessu og tekið
að erfðum nokkuð af þeim anda, sem ríkja hlaut í skólum,
sem um langan aldur höfðu verið hvort tveggja í senn:
uppeldisstofnanir fyrir prestaefni og einu skólastofnanirn-
ar í landinu.
Þessa ályktun dreg ég meðal annars af því, hvernig nem-
endur skólans, prestastéttin, hafa starfað.
Við þetta tækifæri langar mig til að minna á þrennt,