Kirkjuritið - 01.12.1947, Síða 74
Nóv. - Des.
Ræða séra Kristins Daníelssonar
Hæstvirti menntam.ráðherra,
forsætisráðherra og ríkisstjórn.
Hæstvirti háskólarektor, forseti
guðfræðideildar og háskóla-
kennarar. Góðir embættisbræð-
ur og öll virðulega samkoma.
Þeir, sem hafa nægan aldur til,
minnast þess, að fyrir 50 árum
var í húsinu gamla, þar sem
prestaskólinn var lengst haldinn,
höfð samkoma til minningar um
50 ára starf skólans og forstöðu-
maður skólans, sem þá var,
herra Þórhallur Bjarnarson, síð- Séra Kristinn Daníelsson.
ar biskup, gaf þá út minningarrit 50 ára afmælis skólans
með kennara- og kandidatatali við skólann á því tímabili.
Nú er það því í dag í minningu 100 ára afmælis þessa
merka skóla sem vér komum saman á þessari stundu til
að heiðra og festa oss enn betur í huga þá minning. Og ég
veit ekki, hvort ég á að segja: þó að ég sé eða af því að ég
er svo gamall sem á grönum má sjá, veitist mér sá heiður,
að mega taka hér til máls við þetta hátíðlega tækifæri.
Hinn 16. d. f. m. hringdi síminn á borðinu hjá mér, og
mælti þar minn ágæti vinur, prófessor Ásmundur Guð-
mundsson, og gjörði mér kost á þessu, þar sem ég væri
annar elzti kandídatinn núlifandi, sem hefir útskrifazt frá
skólanum nú fyrir 63 árum, og varð mér þá tvennt í huga
jafnsnemma: annarsvegar þakklæti, að mér væri þessi
sómi sýndur, en hinsvegar sú afsökun, að ég væri ekki