Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 86
Nóv. - Des.
Séra Ólafur Magnússon, prófastur.
„Guös upphiminn fegri en augaö sér
mót öllum oss faöminn breiöir.“ (E. Ben.)
Það er unaðslegt að sjá
opinn himin Guðs blasa
við framundan, þegar degi
fer að halla og að kveldi
er komið, eftir langan og
mikinn starfsdag, þegar
kraftar þverra eyddir í
þjónustu Drottins til bless-
unar ástvinum, kærum
sóknarbörnum og öllum
börnum ástfólgna landsins
okkar, landsins, sem vér
þráum að verði velþókn-
anlegt fyrir Guði og börn
þess hans útvöldu börn.
Ólafur Magnússon, fyrr-
verandi prófastur í Árnes-
prófastsdæmi og prestur í
Arnarbælisprestakalli, var fæddur 1. okt. 1864, en dó 12.
ágúst þ. á. og var því á 83. aldursári, er kallið kom, svo
starfsdagur hans var langur og góður.
Fæddur var hann að Viðvík í Skagafirði. Foreldrar hans
voru hjónin Magnús Árnason trésmiður og Vigdís Ólafs-
dóttir, prests þar. Sjö ára gamall fluttist hann með for-
eldrum sínum til Reykjavíkur, og þar ólst hann upp hjá
foreldrum sínum og góðum hópi kærra systkina.
Séra Ólafur Magnússon.