Kirkjuritið - 01.12.1947, Side 97
Kirkjuritið
Svava.
365
En skal ég aðeins þannig þrá
og þreyta harmaslag?
Nei, Svava, ég lít einnig á
þann uppstigningardag,
er synd og heimi hvarfst þú frá
í heilagt samfélag.
Víst ann ég þér til fulls að fá
svo fagurbreyttan hag.
Ég sefast og mér lynda læt,
að létt er öllu af þér.
Úr helju ég þig hvergi græt,
því heilög trú mín er:
Að þú sem Iífsins lilja mæt
með lífsins blómgast her,
af því mér sprettur svölun sæt
og sorgarbeiskjan þver.
Úr dalnum þar sem dvel ég nú
og dauðans iða gín
mér tárin þangað beinir brú,
sem bjartur himinn skín.
Þar ljómar dýrleg ljósmynd sú,
er lýsir mér til sín.
Ég kenni, að þar er komin þú
og kalla: Svava mín.
Og vonin bendir ennþá önd
á eftirþráða stund,
er engin framar binda bönd
né blæðir nokkur und.
Þá verð ég leystur stríðs af strönd,
og strax í sama mund
þú réttir að mér engilhönd
við ódauðlegan fund.
Þú sést ei liggja liðinn nár,
,en ljóssins engill skín,
þá fögnum vér, sem feldum tár,
tr fal þig dauðinn sýn.
Þá læknar Guð það lemsturssár,
er laust oss burtför þín.
þá höldum vér um eilíf ár
þér ætíð, Svava mín.
Sunnudagaskóli eða barnaguðsþjónusta
í athyglisverðri grein, sem próf. Magnús Jónsson rit-
ar í Kirkjuritið (jan.—marz hefti 1947). gerir hann því
skarpleg skil, hvers vegna sunnudagaskólar séu mikils
virði. En hann lætur ekki staðar numið við það, held-
ur hendir á leið til eflingar sunnudagaskólunum liér á
landi. Hann bendir á þá leið, að ráðinn verði maður
til þess áð ferðast um landið, til þess að aðstoða við
stofnun sunnudagaskóla og leiðbeina við starfrækslu
þeirra. Þetta er ágæt og merkileg tillaga í mikilsverðu
máli. Vonandi er, að þessari tillögu prófessorsins verði
einliuga gaumur gefinn og ekki staðar numið, fyrr en
henni er fullnægt. En hvers vegna? Það er vegna
þess, að sunnudagaskólar eru einn aðalþátturinn í starfi