Kirkjuritið - 01.12.1947, Qupperneq 105
Kirkjuritið
Séra Eggert Ó. Briem.
373
þesari kirkjubyggingu, og þótt hún sé nú að hruni
komin, þá her hús þetta þess glöggvar minjar, að þá
hafi ríkt í Höskuldsstaðasókn stórhugur og myndar-
skapur. ^
Séra Eggert Briern var hygginn maður og efnaðist
allvel, kona lians var og hin mesta búkona, auk þess
ltættust honum tekjur af næsta brauði um sjö ára
bil, Hofi á Skagaströnd, því að hann þjónaði þar frá
1875 -1882, en þar var stundum prestlaust, enda erfitt
þar um ferðalög, en Eggert var ferðamaður góður og
skyldurækinn i embættisverkum sínum, kjarkmaður
var hann og brá eigi þó voveifleg atvik kæmu fyrir.
Eitt sinn, er liann síðla kvölds, 8. nóvember 1879, reið
frá Hofi til Skagastrandar, varð hann þess var, að lík
voru rekin á fjörunni. Fann prestur þar fimm lík sjó-
drukknaðra manna, er hann bar undan sjó.
Eggert Briem er lýst svo, að hann var hár maður
vexti og skapholda, ennissvipurinn mikill, augun
einkar fögur og fyrirbragðið hið gáfulegasta. Hann var
sagður rammur mjög að afli, og er sú saga til, að
eitt sinn gat enginn tekið liest einn, er prestur átti í
rétt á Höskuldsstöðum, greip preslur þá mikinn þátt
í tagli liestsins og hélt i, brauzt hesturinn um ferlega, og
kom svo, að þátturinn slitnaði, en prestur liélt á lagð-
inum í hendi sér.
Prestur góður þótti séra Eggert, ræður hans báru
mjög vott um lærdóm og hve liann var víðlesinn, en
sá ljóður var á, að söngrödd hafði hann enga. En
meðhjálpari prests og forsöngvari, Guðmundur Helga-
son í Kollugerði, var söngmaður með afl)rigðum, og
nefndi prestur liann „Kollugerðishvell“, en Guðmundur
kallaði prest „Höskuldsstaðahás“. Fór því allt vel, er
þeir störfuðu saman i húsi Drottins, séra Eggert og
Guðmundur.
Svo er sagt, að eitt sinn var prestur að gifta hjón
í Höskuldsstaðakirkju, brá svo við, þegar mest á reið,