Kirkjuritið - 01.12.1947, Síða 107
Kirkjuritið
Séra Eggert Ó. Briem.
375
sókn. Séra Eggert sat í stjórn skólans 1883 - 1890, þar
af formaður skólanefndar árin 1888 -1890. Hann var
og prófdómari við skólann í bóklegum fræðum. Af
amtmanni var séra Eggert falið að samræma reglu-
gerðir kvennaskólans á Ytri-Ey og Laugalandi. Samdi
Eggerl frumvarp um þetta efni, og var það í höfuðatrið-
um samþykkt.
Er forstöðukona kvennaskólans, frú Elin Briem, vildi
koma upp bókasafni banda skólanum, leitaði hún
liðsinnis bjá séra Eggert, sem studdi það af alefli og
gaf bækur til skólasafnsins. Um störf séra Eggerts i
þágu skólans befir verið feldur þessi dómur: „Öll
störf, er honum voru falin, leysti hann af höndum
með stakri alúð og samvizkusemi. Munu fáir skóla-
nefndarmenn hafa látið sér annara um hag skólans,
vöxt hans og viðgang en séra Eggert. Var hann sívak-
andi yfir áliti skólans og vinsældum og óþreytandi að
mæla fram með lionum tii styrktar af opinberu fé,
jafnvel utanlands frá.“*)
í héraðsmálum tók séra Eggert mikinn þátt, var um
skeið sýslunefndarmaður, sat i hreppsnefnd og var
tvívegis oddviti. Hann var málafylgjumaður mikill og
var slunginn í lögum, ef því var að skipta, en holl-
ráður vinum sínum og góður. En það var livorki prests-
skapur, málastapp né búskapur, sem heillaði liug
séra Eggerts mest, heldur saga landsins og bókmenntir,
einkum málfræði. Hann átti mikið bókasafn og nokkuð
handrita, en hafði allt frá skólaárum haft hneigð til
fræðiiðkana, þó að óblíð örlög hefðu eigi leyft hon-
um það til hlítar. Ritgerðir birtust eftir hann allvíða,
t. d. i Tímariti hins islenzka bókmenntafélags III. árg.
1882: „Um tvö atriði í Viga-Glúmssögu“.
í IV. árg. 1883: „Um Loft ríka Guðmundsson og
*) Ritgerö Magnúsar Björnssonar í Minningarriti Kvenna-
skólans á Blönduósi.