Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 114
382
Nóv. - Des.
Fagur skírnarfontur
hefir veriö vígður í Akraneskirkju. Ríkarður Jónsson myndhögg-
vari skar af mikilii list, en kirkjuvinir á Akranesi gáfu.
Kosning- í kirkjuráð
hefir farið fram um land allt i sumar og haust. Voru atkvæði talin
4. des. Andlegrar stéttar menn kusu Ásmund Guðmundsson [58
atkv.) og séra Þorgrím Sigurðsson (30 atkv.), en héraðsfundar-
menn Vilhjálm Þór forstjóra (74 atkv.) og Matthías Þórðarson
þjóðminjavörð (71 atkv.).
Séra Sigtryggur Guðlaugsson
prófastur á Nupi í Dýrafirði varð 85 ára 27. sept. Ýmsir vinir
hans hafa gefið út 70 sönglög eftir liann, ijósprentuð, og er
aðalútsala þeirra hjá Jónasi Tómassyni bóksala á ísafirði. Lög-
in eru rödduð fyrir safnaðarsöng og liarmonium. Bókin er
hæði höfundi og útgefendum til sóma.
Séra Óskar J. Þorláksson
dvaldist í sumar um skeið i Englandi og lagði m. a. stund
á trúarlífssálarfræði.
Séra Jón Þorvarðsson prófa&tur
ferðaðist síðari hluta sumars um Norðurlönd, m. a. sótti liann
kristilegt alþjóðamót æskumanna í Osló.
Guðfræðisdeild Háskólans.
Þar hefir orðið sú breyting á kennslu í vetur, að prófessor
Magnús Jónsson hefir fengið um sinn leyfi frá kennslustörfum, en
í stað lians kennir séra Magnús Már Lárusson frá Skútustöðum.
Séra Sigurbjörn Einarsson dósent liefir einnig fengið leyfi frá
kennsluskyldu í vetur og séra Jóhann Hannesson til að ann-
ast kennslu fyrir sig.
Ný bók um Hallgrím Pétursson
kom út á siðustu árstíð hans. Hefir Magnús Jónsson samið, en
Leiftur gefur út af mikilli prýði og smekkvísi. Bókarinnar verður
síðar nánar getið i Kirkjuritinu.
Bræðralag, kristilegt félag stúdenta,
gefur nú út jólakveðju handa öllum íslenzkum skólabörnum.
Verður luin send þeim að gjöf fyrir jólin. Félagið gekkst fyrir