Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 115
Kirkjuritið
Fréttir.
383
æskulýðssamkomu i Tjarnarbió 30. nóv. Séra Pétur Sigurgeirsson
stjórnaði henni og flutti ennfremur ræðu til unga fólksins. Hanncs
Guðmundsson bankamaður flutti einnig ræðu. Arndís Björns-
dóttir leikkona las upp fallegt ævintýr. Jóhann Konráðsson frá
Akureyri söng einsöng. Fjórmenningar sungu nokkur lög og
stundum sungu allir í húsinu. Þórarinn Guðmundsson tónskáld
lék undir á píanó. Síðast var sýndur þáttur úr kvikmynd.
Frú Þóra Jónsdóttir,
ekkja séra Stefáns Jónssonar að Auðkúlu, andaðist að Æsustöðum
í Langadal 4. desember.
Sunnudagaskóli guðfræðideildar.
tók til starfa 1. sunnudag i vetri, 26. okt., og er sem fyr ágæt-
lega sóttur. Kennarar deildarinnar og flestallir stúdentarnir
starfa við Jiann.
Stúdentamessa.
Stúdentaráð Háskólans hefir ákveðið samkvæmt tilmælum frá
Bræðralag'i, að guðsþjónusta skuli framvegis vera einn þáttur i
hátíðahöldum stúdenta 1. desember. Hefir slík guðsþjónusta þegar
verið lialdin tvisvar sinnum, í fyrra og nú í ár.
Greinar um aðalfund Prestafélags íslands og deildarfundi
og hinn almenna kirkjufund verða, sökum rúmleysis, að bíða
birtingar þangað til í næsta licfti. Margt fleira hefir einnig
orðið að bíða sökum rúmleysis.
E F N I : Bls.
1. Konungurinn kemur. Eftir Vald. V. Snævarr skólastjóra 271
2. Sálmur. Eftir Petter Dass. Þýð. Þorsteinn Valdimarsson 272
3. Dýrð Drottins ljómaði kringum þá......................
................ Eftir dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup 273
4. Kristsmynd ............................................... 276
5. Helgisagan um jólarósirnar. Eftir Selmu Lagerlöf...... 277
6. Aldarafmæli Prestaskólans. Ræður og ljóð ................. 293
7. Séra Ólafur Magnússon prófastur.......................
........................ Eftir séra Guðmund Einarsson 354
8. Séra Ófeigur Vigfússon prófastur. Eftir séra Ólaf Ólafsson 359
9. Svava. Eftir séra Björn Halldórsson í Laufási ............ 364
10. Sunnudagaskóli eða barnaguðsþjónusta. E. Jón Kr. Isfeld 365
11. Séra Eggert Ó. Briem. Eftir séra Pétur Ingjaldsson. . . . 370
12. Kristileg smárit. Eftir séra Friðrik Hallgrímsson dómpróf. 380
13. Fréttir ................................................. 381
26