Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 21
Séra Páll Jónsson
síðast prestur að Viðvík, Hólum og Hofsstöðum.
Þig æðra Ijós fýsti æ að sjá
og unaðar meiri njóta,
í Ijósi Guðs þekking fyllri fá
og friðsælu engla hljóta,
og lofa og dýrka lausnarann
í Ijósi, sem ei kann þrjóta.
Hin eilífa drottins ástar-gnótt,
sem öllurri er skilning hærri,
og dýrðlega skín á dauðans nótt,
þá dauðleg er mannhjálp fjarri,
hún gaf þér að sofna sætt og vært,
og sannlega var þér nærri.
Guðs andi þér lýsti í lífi hér,
svo Ijóssins veg kaustu’ að þræða;
nú uppsprettu Ijóssins sál þín sér
í sólfögrum bústað hæða;
og ástvina hóp þú hittir þinn
þar's horfin er lífsins mæða.
Þín Ijóð ekki deyja, þótt lík sért þú,
þau Ijóma af drottins anda.
Um andríki, bænrækni’ og trausta trú
sem talandi vottur þau standa;
þau veri oss fögur fyrirmynd
og feril vorn kenni’ oss að vanda.
»
Nú syngur þú Guði sigurljóð,
og samhuga vinir þínir
á himni og jörð nú hefja óð,
og honum þakka, er sýnir
oss guðlega ást. — Hann alla oss
með eilífri miskunn krýnir.
i ’
Jóhanna Jónsdóttir
frá Viðvík.