Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 9
HVÍTASUNNURÆÐA
87
er gerðist þá, undir eins orðið kunn öllum álfum heimsins, er
Þá voru þekktar. Gjöf heilags anda varð þá á dásamlegan
hátt; henni fylgdu þá tákn og stórmerki, því að þá var það
nauðsynlegt, er 12 umkomulausir menn áttu að vera vottar
Jesú Krists og boða hina kristnu trú hvarvetna í heiminum.
Heilagur andi kemur enn yfir öll guðsböm, sem óttast og
elska Guð. En gjöf heilags anda fylgja nú ekki framar tákn
°S stórmerki, því að þess þarf nú eigi við. En þó ætti hver
maður að þakka og viðurkenna af hjarta þessa ástgjöf Drott-
|ns> sem er hin mesta af öllum náðargjöfum hans, gefin oss
1 því skyni að vér verðum eilífs lífs aðnjótandi. Látum oss
þ^í á þessari hátíðlegu náðarstundu setja oss fyrir sjónir hina
áýrmætu náðargjöf heilags anda, og í því skyni leitast við
við að svara þessum spurningum: Hvaðan kemur heilagur
andi? Til hvers kemur hann? Og hvenær kemur hann?
Styrktu oss til þessa, himneski faðir! af náð þinni og elsku
í Jesú nafni. Amen!
Hvaðan kemur þá heilagur andi?
>»Huggarinn, sá heilagi andi, sem ég mun senda yður í mínu
nafni,“ sagði Jesús við lærisveina sína. Heilagur andi kemur
fná himnum ofan; hann kemur frá Guði, og vor himneski faðir
sendir oss hann í Jesú nafni oss til blessunar og hjálpræðis.
Hann framgengur af föðurnum og er andi máttarins og rétt-
l*tisins, ljóssins og lífsins. Hann kemur til vor í Jesú nafni og
er andi sannleikans, friðarins, kærleikans, náðarinnar og frið-
þ*gingarinnar. Hann eflir allt hið háleita og góða, allt hið
guðlega á jarðríki, og tekur sér bústað í hjörtum mannanna,
SV0 a® hjörtu þeirra hreinsist og helgist og Guðs vilji verði
Vor vilji; hann er hin andlega opinberun Guðs á jörðunni,
svo að endurlausnarverk frelsarans blessist og farsælist oss
m°nnunum og ávaxtist í réttlæti og helgun. Faðirinn sendir
°ss heilagan anda í Jesú nafni og sonurinn sendir oss hann
frá föðurnum. Biðjum því um heilagan anda í Jesú nafni;
f’iðjum óaflátanlega um þessa himnesku, þessa beztu ástgjöf
af öllum gjöfum. Það er svo mikil ófarsæld á jarðríki, svo
tnikið stríð, þras og þráttanir, öfund, hatur, tvídrægni og
hverskonar kærleiksleysi, af því að það er andi heimsins en
ekki Guðs, sem stjórnar oft hugsunum, orðum og athöfnum