Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 11
HVÍTASUNNURÆÐA
89
skýra sálarsjón þína og hann lætur sína himnesku náðar-
°g sannleiksgeisla ljóma í hjarta þínu, þar sem áður var
myrkur og dimma. Þegar þú hryggist af syndum þínum og
grastur þær fyrir Guði, þegar þú þráir Guðs náð af öllu hjarta,
en finnur þig hennar þó ómaklegan, þegar trúarsjón þín sér
faðm friðþægjarans útbreiddan móti þér eins og hið eina
athvarf og hæli, svo að þitt hrellda hjarta huggast og friðast,
Þá er það hinn himneski huggari, hinn himneski friðar-andi,
sem er kominn til þín með sína guðlegu friðargjöf, sem æðri er
°Hum skilningi, þá er það hann, sem huggar og endurnærir
salu þína og sameinar þig frelsara þínum með sannri og lifandi
trú. Og þegar þú þá finnur í hjarta þínu, að þú ert frið-
þsegður við Guð, svo að þú með fögnuði getur tileinkað þér
fluðs náð og friðþægingu frelsara þíns, þá er það heilagur
andi, sem ber vitni þínum anda, að þú sért Guðs bam. Þegar
Þú ennframar finnur þig Guði sameinaðan í trú og elsku:
Þegar þú elskar Guð af öllu hjarta og allri sálu fyrir allt
þlð góða, er hann veitir þér, fyrir allar náðargjafir hans;
þegar þú elskar mennina, af því að þeir, eins og þú, eru börn
þlns himneska föður og bræður þínir í Jesú Kristi; þegar þú
elskar allt hið góða, af því að það er gott og Guði þóknan-
legt, þá hefir hinn himneski kærleiksandi kveikt í sálu þinni
úlð guðdómlega kærleiks-líf, sem er hið hulda líf með Kristi
1 Guði, því að Guð er eilífur kærleikur, — þá endurnýjast
þú í réttlæti og heilagleika, í sannleika og kærleika, eftir
þess mynd, sem þig hefir skapað.
Heilagur andi kemur því til vor til að færa oss þessar
himnesku ástgjafir. Vor himneski faðir sendir oss hann í
Jesú nafni, svo að vér verðum Guðs börn og erfingjar eilífs
Hfs, og frelsarinn sendir oss hann frá föðurnum, svo að vér
meðtökum af hans nægtum náð á náð ofan og öðlumst að
lokum hið eilífa lífið. —
En hvenær kemur heilagur andi?
Hann kemur, þegar Guð sér að hjörtu vor eru hæfileg til
að meðtaka hann, þegar þau þarfnast mest huggunar, styrk-
leika og endurnæringar. En hann kemur ekki, meðan þau
eru full af áhyggjum og sorgum þessa lífs, eða meðan þau
stjórnast af syndsamlegum og óhreinum gimdum, sem ætíð