Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 20
98
KIRKJURITIÐ
frá því skýrt. En allt hið mótdræga bar hann með kristilegri
þolinmæði sem sönn trúarhetja.
í daglegu lífi var hann hvers manns hugljúfi, en að jafnaði
fremur fáskiptinn og orðfár að fyrra bragði. Mjög var hon-
um geðfellt að tala um skáldskap og fagrar listir, ef hann
fyrirhitti mann, sem vildi taka þátt í slíku umræðuefni. Og
þar sem hann var einkar glöggskygn að sjá, hvort heldur
var um að ræða gullkorn eða galla bæði á bundnu og óbundnu
máli, þá hlutu slíkar umræður að hafa þroskandi áhrif á hvern
þann, er naut umræðna við hann um þessi efni. Gamansamur
gat hann stundum verið, en mjög var gamansemi hans í
hóf stillt.
Fátækur mun hann hafa verið alla æfi sína, en vel komst
hann þó af, enda var hann nægjusamur með fjárhag sinn og
lifði óbrotnu lífi. Auk bama sinna, sem áður er getið, ól hann
upp tvo fóstursyni; var annar þeirra honum vandalaus, en
hinn var sonarsonur hans.
Nokkrum árum áður en hann dó, fékk hann lausn frá prest-
skap og mun hann hafa átt mikinn þátt í þeirri ráðstöfun, að
Zophonías Halldórsson, sem séra Páll hafði kennt undir skóla,
varð eftirmaður hans í Viðvíkurprestakalli. Sýnir það, eins og
fleira, hina órjúfandi vináttutryggð séra Páls. Þessi lærisveinn
hans jós hann moldu og flutti við gröfina stutta ræðu, en kona
séra Zophoníasar, Jóhanna Jónsdóttir (háyfirdómara), orti
erfiljóð, sem líka voru framflutt við gröfina. Að öðru leyti var
jarðarförin viðhafnarlaus.
Séra Páll andaðist 8. des. 1889.
Blessuð sé minning þessa mæta manns.
Jón G. Sigurðsson.