Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 46
124 KIRKJURITIÐ indum, að það verður allt annar svipur og blær yfir krist- inlífi svo ólíkra héraða með svo frábrugðnum, daglegum og árstíðalegum viðfangsefnum og lifnaðarháttum. Og þótt þetta ástand sé vonandi ekki eins aumt og það varð í Laodikeu, þrátt fyrir hinn mikla mun á Epafrasi og mér, mun þó ykkar kristnihald vera áþekkara kristnihaldi Þang- brands, þegar hann veitti tíðir í tjaldi sínu um morgun- inn, en Hallur gekk og hjú hans að sjá athæfi þeirra. En þeir fara ekki að þessum vanmætti mínum í þjón- ustunni, blessaðir söfnuðirnir. Því þótt ég hafi engu fórn- að og ekkert átt á hættu í starfi mínu hér, eins og Jó- hannes á sínum stað og tíma, og hafi nú jafnan haft lítið annað að segja þeim en það, sem hann sagði sínum vin- um í ellinni, þegar þeir báru hann á samkomur kristinna manna: „Börn mín, elskið hvert annað“, þá hafa söfnuð- irnir hér — um langan aldur — sýnt mér þá þjónkun að bera mig á höndum sér, sérstaklega nú í elli minni. Og þó er þetta sennilega öllu lengra og erfiðara en þar sem Jóhannes var borinn á höndum safnaðanna. Hér get- ur dagleið gamals manns vel orðið 60 til 80 kílómetrar. Oft yfir geislandi, blikandi firði, en stundum í æsivindum með grænum vegg til hlés — og þá aðra stundina yfir há- lendi, Snókaskörð, Svartskarðsheiði og Hólkabæti, að ógleymdum Barðsvíkurskörðum og Skálakambi. En nú er þetta oft og víðast ekki orðið annað en auðnin — og slík- um ferðaævintýrum ekki auðvelt að lýsa, svo að gagni komi frásögnin, nema með fylgi myndir eða kort. Og enn gerast hér viðburðir, svipaðir og þegar fyrst fóru sögur af þessu byggðarlagi. Fyrir nokkrum árum lenti mótorbátur í hrakningum í Veiðileysufirði. Þá var byggð í Kvíum og brugðið fljótt við til liðsinnis. Nú eru Kvíar — þar sem Bjarna Ásgeirssyni ráðherra þótti eitt sinn eins gott að gista og í sæmilegasta gistihúsi í stórbæ — í eyði. En Kvíar voru allt að 150 ára gamalt, ættgengt óðalsetur. Báturinn naut liðsinnis talstöðvar og annarrar tækni, auk röskra manna. Sama máli gegndi með strand-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.