Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 40
Norðan úr fámenninu.
(Bréf til ritstjóra Kirkjuritsins.)
1 fyrstu lotu kom ég mér
ekki að því að verða við
hinni frjóu og fögru ósk
þinni, að skrifa þér um hinn
létta, glaða, víðfeðma og
frjálslynda kristindóm norð-
ur hér. Ég áttaði mig ekki
á orðalaginu: Létt hjal, með
alvörugefnu, blóðheitu, biðj-
andi og titrandi hjarta, sem
undir slær. Ég hefði þó átt
að muna stuðlaða málshátt-
inn: „Getur undir glaðri
kinn grátið stundum
hjarta.“ En sérstaklega
hefði ég þó mátt muna eft-
ir lífsreglu postulans: Gleðj-
ið yður, og enn segi ég: Gleðjið yður, fagnið og verið glað-
ir fyrir Drottni. Það er einmitt þetta, sem þú hefir átt
við. Við hér, norður í fámenninu, útlegðinni, einstæðings-
skapnum og úrræðaleysinu og þrengingunum — við eig-
um að gleðjast yfir því, að konungsríki Krists, þolinmæði
Guðs og samfélag Jesú nær einnig hingað til okkar. Okk-
ur á að skiljast það, að Guðs ríki — Guðs kristni í land-
inu — kemur ekki einungis i ljós á þann hátt, að það sé
auglýst á torgum og gatnamótum, heldur er það einnig
hið innra með oss mönnunum, það grær og vex í kyrrþey
í hjörtum mannanna — eins og sæðið, sem sáð er í frjó-
magnaða og gróskuþyrsta jörðina. En hjartað, sem undir
Séra Jónmundur Halldórsson.