Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 48
126
KIRKJUROTÐ
ustumanna. Þið hafið snjóýtur, beltisvélar, bíla, og Lax-
foss — og blessuð bömin ykkar fagna mjólkinni.
En þegar hér fýkur allt upp og ofan og ekki sér út úr
augunum fyrir stórhríð, og eini bjargræðisgripurinn,
snemmbæran, fellur úr doða á nyrzta og fjarlægasta býl-
inu í prestakallinu, frá tveimur ungbörnum, og ungu for-
eldrarnir, sem eru vön beltisvélum og flugvélum og Lax-
fossi ykkar, standa uppi ráðalaus, þá gerir ein af ungu
húsfreyjum þessa byggðarlags sér lítið fyrir og fer dag-
fari og náttfari í stórhríð um háfjöll og hengiflug og sækir
litlu bömin, svo þau geti fengið mjólk. Og Guði sé lof,
meðan þær eru í f jölbýlinu, og dreifbýlinu, og munu verða
lengst, Dálksstaða- og Miklabæjarhúsfreyjurnar, og leyfa
börnunum að koma til Jesú — og bera þau til hans, er
margt og mikið gott að segja um íslenzkt kristnihald —
þrátt fyrir margt, sem miður fer og móti blæs.
Og þegar mér berast með póstinum sérprentuð lög um
sóknargjöld (nr. 36, 1. apríl 1948) með grunngjaldi 3—6
kr., er búið að innheimta hér árum saman allt að 8 kr.
sóknargjöld — og kirkjunum vel við haldið að áliti dóm-
bærra manna, erlendra og innlendra, sem hér hafa ferð-
azt. Og hvað verður um þessi kirkjuhús og sjóð þeirra
(ásamt öllum öðrum jarðeignum og mannvirkjum), þessi
kirkjuhús, sem ætla má að innan tíðar standi hér og
drúpi, auð og yfirgefin? Ég ætla ekki að fjölyrða um þetta
atriði, það hefir verið gert oft og víða, meðal annars með
þessum ljóðlínum:
Æskuvinur, ertu að fara,
yfirgefa vora móður,
þú, sem enn ert æskurjóður,
alla vini og frændaskara?
Og þú kippir, ungi vinur,
upp með rótum nýtum gróðri,
brýtur sundur björk í rjóðri.
Brumið deyr, ef stofninn hrynur.