Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 69
HVENÆR VAR SÍÐASTI SIGURINN UNNINN? 147
eynidar höfðu alltaf lagzt á hann þungu fargi. Hann þekkti
hina andlegu örbirgð mannlegrar kynslóðar og þrá henn-
ar eftir frelsara. En hvernig átti að hrífa mennina frá
valdi glötunarinnar? Aftur og aftur endurómuðu fyrir
Gyrum hans orð skírarans: „Þetta er Hann.“
Til þess að öðlast svar, varð hann að sökkva sér niður
i hin dýpstu djúp síns innra manns. Til þess leitaði hann
út í einveru og fastaði í 40 daga, eins og Mattheus segir
frá í líkingarfullri helgisögu í guðspjalli sínu. Freistinga-
Sagan segir í raun og veru frá þessum baráttumiklu hug-
hrigðum í lífi Jesú, þessari háleitu og þjáningaþrungnu
ihugun sannleikans, sem allir spámenn og trúarhöfundar
Verða að heyja, áður en þeir hefja starfsemi sína.
Fyrir handan Engedí lá snarbratt einstigi upp í helli.
Þegar komið var þangað upp, var eins og maður hengi
yfir djúpinu. Langt niðri eygði maður víngarða og manna-
hústaði; lengra burtu sást Dauðahafið og eyðifjöllin í
Móab. Þama settist Jesús að og hafðist þar við hina 40
fisga freistingartímabilsins.
Þar birtist honum í sýn öll fortíð mannkynsins. Róm var
sigurvegarinn mikli, og sýndi það í greinilegri mynd, sem
Persneskir vitringar höfðu kallað ríki Ahrimans, en spá-
menn Gyðinga kölluðu ríki Satans, dýrsmerkið, goðhelg-
Un vonzkunnar. Myrkur grúfði yfir mannkyninu, þessari
sálu jarðar. Israelsþjóðin hafði fengið það hlutverk með
^ióse, konunglegt og prestslegt, að opinbera trú föðurins
°g hins hreina anda, og leiða hana til sigurs með því að
kenna hana öðrum þjóðum. Höfðu nú konungar hennar
°g Prestar fullnægt þeirri köllun? Spámennirnir voru þeir
einu, sem þetta var ljóst, og þeir svöruðu einum munni
neitandi. Israel lá í fjörbrotum í faðmlögum Rómaveldis.
Átti nú að reyna að gera uppreisn, eins og svo oft áður,
eins og Farísearnir vildu enn, og reyna að endurreisa tim-
anlegt veraldarríki Israels með hervaldi? Átti hann að
koma fram sem arfþegi Davíðs og segja með Jesaja: „Ég
^il kremja þjóðimar í sundur í reiði minni, ég vil trufla