Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 55
133
NÁÐARGÁFA VEIKLEIKANS
Þjón hans: ,,Lát þér nægja mína náð, því minn kraftur
fullkomnast í veikleika.“ Því miður fer þetta tvennt sjaldn-
ast saman. En fari það saman, skapar það mikilmennið.
Þess vegna byggir kirkja Krists tilveru sína, starf sitt og
framtíð sína á undri náðarinnar, fremur en á niðurstöðum
^annlegrar siðferðisviðleitni — það sem hún nær. Þess
Vegna varar hún við Faríseanum. Þess vegna á enginn af
t>eim, sem boðnir voru til kvöldmáltíðarinnar, en höfnuðu
tenni, að smakka hana, en smælingjunum — jafnvel utan
g'n'ðinga veraldarvelgengninnar, er safnað saman til veizlu-
halda. — Hvort er því meira hnoss: Jarðneskur styrkur,
an náðar, eða veikleiki með Guðs náð? Ég kýs veikleikann
°g náðina.
Og loks einnar syndarabænar hann bað.
Þá blikuðu tár á Mosfellsstað.
Með þeim orðum túlkar skáldið skriftir hins veika þjóns
i lok hins volduga óðs.
Sú getur komið stund, að tárin blika, jafnvel í auga
^aríseans, þegar ylstraumar kærleika Guðs velja sér leiðir
Um náðargáfur veikleikans.
Náð Guðs mýkir hinn styrka og styrkir hinn veika.
Ólafur Ólafsson.
LENDING Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI
Sól gyllir
sal fjalla,
sjón eygir
Frón teygja
hátt tinda.
Hratt skundar
há vélin
blá hvelin.
Tún greinast,
græn sýnast,
grá flesja
blá Esja.
Brátt lendir
létt gandur,
leið brunar.
Skeið dunar.
Sigurður Norland.