Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 28
106
KIRKJURITIÐ
skilnings á því, hver skylda hvíli á þeim sem kristnum
mönnum. Slíkir flokkar þyrftu að myndast hvarvetna í
heiminum.
öll kristnin verður að vinna saman í anda réttlætis og
kærleika að friði í viðskiptum þjóðanna. En til þess þarf
samfélag kristinna manna að verða innilegra og dýpra
— samfélag friðarins. Sá friður grær af Guðs friði.........
Hin biðjandi kirkja verður að vera albúin þess að
hlýðnast því, er Guð krefst af henni á úrslitastund.
Nú berst til hennar um víða veröld kall frelsarans:
Vakið og biðjið.“
Kröfur um
meira sjálf-
stæði kirkjunni
til lianda.
Víða um lönd, þar sem þróttur er í
kirkjulífinu, bera menn fram kröfur um
aukið sjálfstæði kirkjunni til handa. Þeim
er það ljóst, að til þess að hún geti unnið
það verk, sem henni er ætlað til eflingar
trú og siðgæði þjóðanna, verður hún að
vera sem óháðust öllu ytra valdi og ráða
sjálf sínum málum. Vandamálin miklu, sem mannkynið
á við að stríða, verða ekki leyst, nema kristindómurinn
fái að komast þar að. Hann einn megnar að leiða það
af glötunarvegi til lífs og frelsis. Þetta er nú mörgum tekið
að skiljast betur en áður, og reisa þeir því vonir sínar á
kirkjunni og frjálsri þróun hennar. Þeir sjá, að miklir
umbrotatímar fara nú í hönd og kirkjunnar menn verða
að byggja traust til þess að standast þá stormbylji,
er munu skella á að utan. Kirkjuþings er nú óskað í
ýmsum löndum og skírskotað til þeirrar blessunar, sem
hafi hlotnazt af slíkri stofnun hin síðari árin. Þannig er
það t. d. að meira eða minna leyti að þakka kirkju-
þingi Finna og kirkjulegu sjálfstæði, hve kristnilíf þeirra
stendur í blóma. Eru kirkjulög Finna frá árinu 1869 og
tryggja kirkju þeirra fyllri sjálfstjórn og sjálfstæði en
nokkur önnur Norðurlandakirknanna á við að búa. Þann-
ig á kirkja Finnlands t. d. sitt kirkjuþing með miklu og
víðtæku valdi. Það getur komið með tillögur um breyt-