Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 54
132
KIRKJURITIÐ
réttir hann sig upp og segir við konuna: „Hvar eru þeir?
Sakfelldi enginn þig? En hún svaraði: Enginn, herra. —
Ég sakfelli þig ekki heldur, segir hann. Far þú, og syndga
ekki upp frá þessu.“
Þarna stendur andlegur læknir lifandi fyrir hugarsjón-
um vorum — læknir syndaranna. Þetta erindi átti Jesús
líka, að reisa við og lækna hina föllnu og særðu, ásamt því
að beina hinum markvissari og vegvísari leið til guðsríkis.
Þetta verkefni á kirkjan enn, ekki að „grýta ef gæfunni
hnignar,“ heldur að reisa við, leita að hinu týnda og frelsa
það, — eins og Kristur.
1 hinum ægilega, blinda hernaði styrjaldanna, innir
Rauði krossinn líknarstarfið af hendi — og gefst ekki upp,
þótt magn bölsins yfirþyrmi. Þannig vill og þannig á kirkj-
an að reka sína Rauða-kross-starfsemi — einnig í andleg-
um efnum. Þó að margur hefðarmaðurinn, margur ráð-
herrann og prófessorinn, jafnvel í voru landi — auk heldur
fyrirferðarmestu fjáraflamenn þess — kunni enn að geta
sagt við boðskap kirkjunnar eins og Felix landstjóri við
Pál: „Far burt að sinni; en þegar ég fæ tóm, mun ég láta
kalla þig;“ og þó að þunnskipað verði um skeið í guðs-
þjónustuhúsum þessa lands á helgum tíðum; og þó að sjald-
gæft muni vera að sjá leiðandi menn veraldarvaldsins skipa
sér við altarisgrindumar til þátttöku í hinni undrafögru og
háleitu athöfn kirkjunnar, altarissakramentinu — eins og
væri hún aðeins leifar liðinna tíða, þá veit kirkjan, — þá
vita jafnvel hinir veikustu þjónar hennar það, af dýrlegri
reynslu, að þar getur magn náðarinnar flóð yfir, að þar
geta opnast dyr til æðri heima og lindir guðslífsins streymt
niður. — Því býður Guð ennþá: „Farið laðið, leiðið, —
leitið, kallið, biðjið, þrýstið, neyðið.“
Hvort er því fegurra: Áferðarfallegt siðferði eða mikil
náð? Hvort er sterkara og eftirsóknarverðara, að hafa
vit og vilja til að uppfylla hin helztu siðalögmál og geta
þakkað fyrir að vera ekki eins og aðrir menn, eða að vilja
og geta tileinkað sér friðandi náðartilboð hin hæsta við