Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 81
FRÉTTIR
159
Þá var tekið fyrir aðalmál fundarins: Sálgæzla og samvinna
Presta og lækna á því sviði. Framsöguerindi fluttu Alfreð Gísla-
son læknir og séra Þorsteinn L. Jónsson. Urðu allmiklar um-
ræður og tóku flestir fundarmanna til máls. Framsöguerindin
voru að kvöldi 4. sept. flutt fyrir almenning í Ólafsvíkur-
kauptúni.
Sunnudaginn 5. sept. kl. 10 árdegis hélt séra Sigurbjörn Á.
Gíslason bamaguðsþjónustu í Ólafsvíkurkirkju. — Klukkan 2
messuðu fundarmenn á Ingjaldshóli, Ólafsvík og Hellum. Kl. 7
síðdegis söfnuðust fundarmenn saman á Staðastað og héldu
bar guðsþjónustu, en við lok hennar fór fram altarisganga.
í sambandi við messur á Hellum og Staðastað voru stofnaðar
tvær slysavamadeildir, fyrir forgöngu prestanna séra Jóns M.
Guðjónssonar og séra Þorgríms Sigurðssonar.
Fundur stóð til miðnættis og ýms mál rædd, en honum síðan
slitið með bæn og sálmasöng.
Hallgrímsdeildarmenn nutu ríkulegrar gestrisni prestshjón-
anna í Ólafsvík og á Staðastað, meðan fundurinn stóð yfir.
Sigurjón Guðjónsson.
prú Sigurlaug Knudsen,
ekkja séra Ludvigs Knudsens, andaðist hér í bænum 24.
aPríl, 85 ára að aldri.
prestsekkja tíræð.
Frú Þorbjörg Pálsdóttir á Bjamastöðum í Hvítársíðu varð
100 ára 6. apríl. Hún er tvígift. Fyrri maður hennar var séra
Jón Hjartarson að Gilsbakka og hinn síðari Páll Helgason,
bóndi á Bjarnastöðum. Hún er mikil ágætiskona og merkis-
kona. Kirkjuritið óskar henni allrar blessunar.
Söngskóli Þjóðkirkjunnar.
Sigurður Birkis söngmálastjóri hefir komið þessum skóla
á stofn, og hefir hann starfað í vetur með góðum árangri.
Áuk söngmálastjóra kenna þeir við skólann Guðmundur Matt-
híasson kennari og Páll Kr. Pálsson organleikari. Nemendur
v°ru alls 30 í vetur.
Gjöf til Háskólakapellu.
Frú Rannveig K. G. Sigfússon, Laski Sask., Canada hefir
Sent kapellu Háskólans að gjöf kr. 32.50. Kærar þakkir.