Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 19
97
SÉRA PÁLL JÓNSSON
hafnir hina beztu undirstöðu sannrar kirkjurækni. Fræðslu
barna undir fermingu stundaði hann af mestu alúð og skýrði
fyrir þeim hin helgu rit með nákvæmni, eftir því sem hæfði
gáfnafari hvers og eins þeirra. Aldrei var hann strangur við
börnin og aldrei vissi ég til, að hann atyrti nokkurt barn. Við
þau, sem reyndust fáfróð eða skilningssljó, talaði hann með
barnslegri einfeldni, svipað því sem kemur fram í hinum gull-
fagra barnasálmi hans ,,Ó, Jesú, bróðir bezti.“ Virðist sem
bonum hafi legið mest á hjarta, að börnin innlífuðust Jesú
sem bezta bróður og vini, þá myndi Guðs ríki koma til þeirra
°g Þau „lifa í Guði og Guð í þeim“.
það er ekki mikið fyrirferðar, sem á prent hefir komið eftir
séra Pál, en að kjarnanum til er það eigi lítils virði. Má þar
vitanlega fremsta telja sálma hans í sálmabókum vorum. Enn-
frenaur eru í svo nefndum prestahugvekjum, sem Pétur biskup
Pétursson gaf út, hugvekjur átta að tölu (að mig minnir) eftir
séra Pál. Loks er bænakver eftir hann prentað á Akureyri
1878. í því eru: Sjö bænir út af drottinlegri bæn, vikubænir
m°rgna og kvöld, hátíða og helgidaga bænir, missiraskipta
b®nir og sjómannabæn. Bænir þessar hygg ég, að megi telja
eitt af því bezta, er prentað hefir verið á íslenzka tungu í
þeirri grein. Þær eru einkar hjartnæmar og lýsa mikilli trúar-
auðmýkt. Málið mjög hreint og fagurt alþýðumál, enda var
hann mjög vel að sér í íslenzkri tungu. Einnig var hann með
fremstu mönnum síns tíma um íslenzka bragfræði og sömu-
teiðis sönglega þekkingu, einkum að því er sálmasöng snerti.
^egurðarnæmleikur hans í hvívetna var skýr og glöggur, en
öll tilgerð og óþarft málskrúð fjarri skapi hans. í eðli sínu,
hygg ég, að hann hafi verið bjartsýnismaður (optimist), þó
þungar raunir og harmar hafi á efri árum dregið nokkurn
fölva á bjartsýni hans. Eins og áður er getið, eignaðist hann
með fyrri konu sinni 7 börn, er náðu fullorðins aldri, en öll
dóu þau að honum lifanda nema einn sonur. Með seinni konu
sinni (Önnu Sigríði Jónsdóttur Bergssonar úr Svarfaðardal)
eignaðist hann 9 börn. Missti hann fjögur þeirra ung, en að-
eins tvær systur lifðu eftir. Má geta nærri, hve þungir harm-
ar slíkur barnamissir hlaut að verða fyrir jafn tilfinningaríkan
°S viðkvæman mann sem hann var. Þess utan mun og fleira
ömurlegt hafa mætt honum á lífsleiðinni, þótt hér verði ekki
7