Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 70
148
KIRKJURITIÐ
þær og varpa styrk þeirra til jarðar.“ Átti hann að verða
nýr Makkabei og láta hrópa sig til prestakonungs? Hann
vissi um þann fjölda Gyðinga, sem aðeins beið eftir kalli
foringjans. Hjá sér fann hann kraftinn. En — mundi vald-
ið buga valdið, eins og hér horfði við? Mundi sverðið
nokkum tíma gera endi á yfirráðum sverðsins? Mundi
það ekki miklu fremur auka makt myrkranna, sem al-
staðar lá í leyni til að hremma bráð sína?
Væri ekki sigurvænlegra og réttara að gera öllum opin-
beran þann sannleika, sem hingað til hafði verið einka-
eign örfárra útvaldra, dulvísra manna, og opna hjörtun
fyrir eftirvæntingunni eftir þeim tímum, þegar sannleik-
urinn nær inn í skilning mannanna fyrir innri opinberun
og vaxandi þekkingu? Eða með öðrum orðum: Prédika
guðsríki fyrir þeim, sem hungra og þyrsta; stofnsetja ríki
náðarinnar í stað lögmálsins, umbreyta mönnunum hið
innra, og að fullu, með endurnýjungu hugarfarsins og end-
urfæðingu sálnanna.
Hver skyldi þá bera sigur frá borði, Guð eða Satan?
Andi vonzkunnar, sem drottnar voldugu alræði yfir jörð-
inni, eða hinn guðdómlegi andi, sem ræður yfir ósýnileg-
um himneskum herskörum og leynist í hjarta hvers mann-
legs bams, eins og neistinn í tinnusteininum? Hver mundu
verða afdrif þess spámanns, sem dirfðist að rífa sundur
fortjald musterisins og sýna, að þar væri ekkert að baki,
sem byði Heródesi og Cæsari báðum birginn?
Einmitt þetta var það, sem varð að gerast. Rödd hins
Eilífa hrópaði til hans segjandi: Stattu upp og talaðu! Það
var aðalatriðið, að finna hið lifandi og lífgefandi orð, þá
trú, sem flytur fjöll, þann kraft, sem ekkert stenzt við.
Þegar hér var komið, tók Jesús að biðja og bað af allri
sálu og öllu hugskoti. Mikill ótti kom yfir hann; vaxandi
órósemi og skelfing greip hann. Honum fannst hann vera
að glata þeirri dásamlegu sælukennd, sem hann hafði áð-
ur átt innra með sér, eins og hann væri að berast út á
botnlaust og koldimmt hyldýpi. Umhverfis hann var bik-