Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 68

Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 68
146 KIRKJURITIÐ almennt gerist. Það er fyrst eftir skírnina, að hann fer að vekja athygli. En er það þá skírnin sjálf, áhrif Jóhann- esar eða innri vakning fyrir opinberun frá hæðum, sem við það tækifæri vekur þá fullvissu Jesú, að hann sé sá Messías, sem koma á? Og er það samfara Messíasar- vitundinni að hann hefur starf sitt, vitandi hvert það leið- ir, til fórnardauðans á krossi? Þetta eru spurningar, sem margur hefir velt fyrir sér og átt örðugt um svar. Þessari spurningu svarar Schuré á sinn hátt, og frá því vildi ég segja hér síðar. Nokkru eftir að Jesús er orðinn fulltíða, hóf Jóhannes skirari prédikunarstarf sitt við Jórdan. Prédikun hans var hörð og ósveigjanleg iðrunar- og afturhvarfsprédikun, sem að undirstöðu var byggð á öruggri vissu um nálæga komu hins væntanlega Messiasar. „Gerið iðrun, greiðið veg Drott- ins, gerið beinar brautir hans. Ég skíri yður með vatni, en sá er mér máttkari, sem kemur á eftir mér; hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi.“ Þetta er höfuð- innihald boðskapar Jóhannesar. Til þessa manns kemur Jesús og skírist af honum, eins og hundruð og þúsundir annarra landa hans. Jóhannes væntir þess daglega, að hinn komandi Messías birtist, og þegar hann sér Jesú koma álengdar, fær hann vitrun. „Sjá, guðslambið, sem ber synd heimsins. Þetta er Hann.“ Þó trúir Jóhannes þessari vitrun ekki betur en svo, að hann síðar fer að efast og sendir til Jesú og lætur spyrja hann: Ert þú sá, sem koma á, eða eigum vér að vænta annars? En þessi vitrun Jóhannesar við Jórdan snart einnig við- kvæman streng í sálu Jesú. Og nú fylgi ég um stund bók Schuré, með nokkrum úrfellingum þó: — „Skyldi ég vera Messías?" Þessi spurning vaknaði í sálu Jesú þegar við fyrstu sam- fundi hans við Jóhannes skírara. Alla tíð síðan sjálfsvit- und hans vaknaði hafði hann fundið Guð í sjálfum sér og sannfæringuna um ríki himnanna, í ljómandi fegurð þeirra sýna, sem honum birtust. Hörmungar mannlegrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.