Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 66
Hvenœr var síðasti sigurinn unninn?
Það, sem hér verður sagt, er að nokkru leyti þýðing,
þó lausleg sé og ósamfelld, úr bók eftir franska rithöf-
undinn og dulspekinginn Edward Schuré. Hefir hann rit-
að bók um hina helztu trúarbragðahöfunda og andlega leið-
toga, sem fram hafa komið með mannkyninu á liðnum öld-
um, og síðasti kafli bókar þessarar er um Jesú Krist. Bók
þessi hefir komið út í 20—30 útgáfum á frönsku, en auk
þess verið þýdd á tungur allflestra menningarþjóða, og
hvarvetna vakið athygli, þó ekki geti allir fellt sig við eða
verið sammála skoðunum höfundarins. Síðasti kaflinn, um
Jesú Krist, er einkum athyglisverður vegna þess, að í skiln-
ingi sínum á honum sameinast hjá höfundinum djúp og
einlæg lotning fyrir Guðssyninum, sem ekki kom í heim-
inn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna öðrum
og láta líf sitt til lausnargjalds fyrir marga, og á hina hlið-
ina dulrænn skilningur á persónu hans og starfi, og gætir
þar nokkurra áhrifa frá helgisögnum og mystik hinnar
kaþólsku kirkju. Og höf. heldur því jafnframt fram, að
það, sem kirkju nútimans og trúarlífi almennings standi
mest fyrir þrifum, sé það, hve mikið af hinum dulrænu
visindum, hinum hreina sannleika, sem Jesús og aðrir inn-
blásnir sendiboðar Guðs hafi opinberað mannkyninu, hafi
aftur glatazt og gleymzt. Sjálfur hyggst höf. búa yfir
hinni algeru þekkingu og fullkomna skilningi, og geta leyst
hverja þá gátu, sem til þessa hefir orðið mannkyninu tor-
ráðin, þegar um Jesú, persónu hans og starf hefir verið
að ræða. Rekur hann sögu Jesú frá upphafi til enda og
skýrir frá sínu sjónarmiði.