Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 37
SÁLUHJÁLPARSTARF I SVÍÞJÓÐ
115
orði Guðs og kirkjukenningunni, eins og hana er að finna
1 kverinu og sálmunum, þá hefði þetta aldrei komið fyrir
• • • • við megum ekki gleyma hinni persónulegu trú —
tfúnni, sem trúir á Tcenningu TárJcjunnar".
Nú eru skelfilegir tímar fyrir vesalings séra Torvik og
uthellir hann mörgum fögrum tárum yfir þessu „djöfuls-
íns verki“, sem vinur hans Gunnar hefir framið. Ásakar
hann sig þunglega fyrir að hafa sleppt af honum hendinni.
En Gunnar er svo forhertur, að hann skynjar ekki þá synd,
Sem fólgin er því að fjölga mannkyninu, og kemur hinn
borginmannlegasti til altaris. Verður prestur svo hneyksl-
a®ur yfir þessu, að honum er helzt í hug að stöðva athöfn-
lna> þvi að honum þykir Gunnar nú vera „háskalega nærri
Þeim landamærum, sem Júdas fór yfir“, en þó heykist
hann á því. Er beðið kappsamlega fyrir honum þar í kirkj-
^mú af rétttrúuðum. Og þegar athöfnin er búin, þenur
Prestur sig á reiðhjóli heim til Gunnars, til að bjarga sái
hans. Helzta úrræðið er það, að pússa hjúin saman. Tek-
Gunnar honum kurteislega en fremur þó fálega og fær
ekki skilið, hvers vegna hann má ekki með góðu sam-
komulagi eignast afkvæmi, án þess að það verk sé djöf-
úkegt. Þykir honum það og vera meira einkamál sitt og
stúlkunnar en prests, hvort þau hugsi til að giftast. Verð-
Ur eftir það lítt af samræðum. tJt úr þessu uppistandi fer
Gunnar i stríðið, til að drepa Rússa, og líkar séra Torvík
t>að stórvel. (Stendur þó ekki í Guðs orði: Þú skalt ekki
mann deyða?) Náttúrlega er svo stúlkan látin deyja af
barnsförum, til að sýna ávöxt syndarinnar sem hræðileg-
astan. En þetta kynni hún að hafa gert, þótt Gunnar hefði
att hana. Lifir og mörg kona það af að eignast barn. En
þetta er dramatískara. Gunnar er nú kominn það langt í
syndinni, að presti finnst hann vera eins og Andkristurinn.
Prestskonan vill taka að sér bamið og ættleiða það. En
guðsmaðurinn er hræddur og hikandi: „Þorirðu þetta? Ég
er hræddur við augun hans Gunnars. Hann var baldinn.
Ef drengurinn er eins. ... Hugsaðu út í, hvað við tökum